Laugardagur 20.10.2012 - 23:49 - FB ummæli ()

Nýja Ísland: Stórsigur í uppsiglingu!

Kjörsókn er mjög viðunandi og stuðningur við nýju stjórnarskrána mjög afgerandi – um tveir þriðju (skv. fyrstu tölum).

Nærri 80% vilja ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu.

Nýja Ísland vill líka hafa kirkjuna áfram sem þjóðkirkju.

Mikill meirihluti með öllum áherslum stjórnlagaráðs – nema varðandi þjóðkirkjuna.

 

Nú virðist ljóst að kjörsókn verður mjög viðunandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána. Meira en 51% kjörsókn í Reykjavík suður og rúmlega 50% í Reykjavík norður.

Sem sagt, meira en helmingur íbúa höfuðborgarinnar kaus í dag.

47% í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Mun meira en í kosningunni til stjórnlagaráðs.

Meira en að meðaltali í þjóðaratkvæðagreiðslum í Sviss (45%).

Landsmeðaltal kjörsóknar gæti verið 45-50%.

Enginn gat búist við að kjörsókn yrði meira en 30-35% í svona atkvæðagreiðslu, þar sem almenningur þurfti að leggjast í lestur og pælingar til að vera reiðubúinn í atkvæðagreiðsluna.

 

Bjarni Benediktsson hefur þegar játað ósigur og segir augjóst að þjóðin vilji breytingar á stjórnarskránni og taka verði tillit til þess! Hann kvatti alla til að segja nei við breytingunum sem kosið var um.

Þetta eru mikil tíðindi sem hljóta að boða alvöru breytingar á stjórnarskránni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar