Fimmtudagur 25.04.2013 - 13:39 - FB ummæli ()

Afsökunarbeiðni

Í pistli mínum „Lýðskrum“ á blogginu hérna í gær líkti ég efnahagstillögum Framsóknarflokksins við hrossalækningar.

Hér er augljóslega of djúpt í árina tekið. Og rétt að biðjast afsökunar.

Er það hér með gert.

Staðreyndin er auðvitað sú að það er í hæsta máti óeðlilegt að líkja æfingum Framsóknarflokksins við hrossalækingar. Lækningar hrossa byggja á vísindum, eins og ég get vel vitnað um, enda er pabbi dýralæknir líkt og hans fyrrum samstarfsmaður á Keldum Árni Mathiesen fyrrum fjármálaráðherra (og raunar varaformaður Framsóknarflokksins). Þessi skrif mín voru augljós óvirðing við dýralækna, innlenda sem erlenda. Ég held að bæði pabba og Árna gangi mun betur að lækna hross en Framsóknarflokknum gangi að koma saman skynsamlegum efnahagstillögum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur