Færslur fyrir apríl, 2016

Þriðjudagur 26.04 2016 - 21:25

Að verða ríkur á stjórnmálum

Því miður virðast upplýsingar síðustu daga renna stoðum undir margt sem nú þegar hefur komið fram í umræðunni á Íslandi. Svo virðist sem að góð leið til þess að verða ríkur á Íslandi, sé að vera vel tengdur inn í stjórnmálaflokka. Spilling er stærsta efnhagslega vandamál margra þróunarríkja. Grunnhugmynd vestrænna lýðræðisríkja sem byggjast á kapítalísku skipulagi og […]

Föstudagur 22.04 2016 - 23:05

Er Ólafur Ragnar sterkur frambjóðandi?

Mér sýnist viðtekið viðhorf uppá Íslandi að í raun sé búið að flauta af forsetakosningarnar, sjá til dæmis þessa úttekt DV. Nánast sé óþarfi að leggja út í kosnaðinn sem kosningunum fylgir, Ólafur Ragnar Grímsson (ÓRG) muni hvort sem er vinna. Kannski er þetta rétt mat, ég umgengst ekki Íslendinga dags daglega hér í New York, […]

Þriðjudagur 19.04 2016 - 21:01

Um hvað verður kosið?

Það eru farnar að skýrast línurnar í forsetakosningunum. Öllum að óvörum, virðast þær ætla að verða áhugaverðar nú þegar Ólafur Ragnar býður sig fram enn og aftur eftir að hafa hætt við að hætta, annað skiptið í röð í ljósi “óvissu”. Það sem er einkum áhugavert í þessum kosningun er að í fyrsta skipti svo […]

Mánudagur 18.04 2016 - 23:32

Óvissuástandið

Þá fer að draga að forsetakosningum. Og Ólafur Ragnar Grímsson gefur íslenskum kjósendum kost á að framlengja setu sína í forsetastóli í 24 ár. Rök hans fyrir framboði sínu í þetta sinn eru þau sömu og fyrir fjórum árum. Svo mikil óvissa ríkir í íslensku samfélagi að hann þarf enn um sinn að gegna starfi […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 22:15

Ekki meir, ekki meir

Dagurinn í dag er líklega einn sá skrítnasti sem ég hef séð í íslenskum stjórnmálum, og er þó af ýmsu af taka frá síðustu vikum. Forseti landsins hafnar forsætisráðherra beiðni um umboð til þingrofs, sem fréttir segja að forsætisráðherra hafi ætlað að nota til að kúga Sjálfstæðisflokkinn til stuðnings við sjálfan sig. En þá bregður […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 15:15

Gærdagurinn og viðbrögð um- og nærheimsins

Ég setti í gær inná facebook (eða fjasbókina) litla færslu til vina og vandamanna um það hverning atburðir dagsins horfðu við mér í gærkvöldi héðan utan frá séð. Kannski einhverjir fleiri hafa áhuga á þeim vangaveltum, þær birtast að neðan. Afsaka innsláttar og stafsetningarvillur, ég hef tíma til að vera að laga slíkt. ————————– Eins […]

Sunnudagur 03.04 2016 - 20:21

Orðstír Íslands

Ég horfði á Kastljós í kvöld frá New York. Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir alla Íslendinga og orðspor okkar á alþjóðavettvangi. Næstu skref eru mikilvæg. Ég vona að fólk persónugeri ekki hlutina heldur setji þetta í mun stærra samhengi. Þetta snýst ekki lengur um persónur eða hægri/vinstri pólitík heldur orðstír Íslands.

Laugardagur 02.04 2016 - 18:36

Eiga stjórnmálamenn að vera ríkir?

Mér þóttu athygliverð leiðaraskrif Fréttablaðsins í dag. Þar er varpað fram þeirri kenning að það sé á einhvern hátt “heppilegt” að þeir sem dunda sér í stjórnmálum séu ríkir því “þá eru minni líkur á því að hægt sé að hafa áhrif á þá.” Þetta er mjög mikilvæg umræða og innlegg leiðarahöfundar áhugavert. En mér […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur