Mánudagur 03.10.2016 - 18:10 - FB ummæli ()

Brunaútsala ríkiseigna korteri fyrir kosningar

Það er stórfurðulegt að fram fari einhver umfangsmesta sala á eignum ríkisins á síðari tímum korteri fyrir kosningar.

http://kjarninn.is/skyring/2016-10-03-umfangsmikil-eignasala-rikisins-i-fullum-gangi/

Henni virðist handstýrt úr Fjármálaráðuneytinu af fólki sem Bjarni Benediktsson hefur handvalið í gegnum Lindarhvol. Hvernig er staðið að eftirliti með þessari sölu? Hvað kemur í veg fyrir að Borgunarmálið endurtaki sig og önnur viðlíka hneyksli? Ennþá furðulegra er alger skortur á aðhaldi frá stjórnarandstöðu um hvernig að þessum málum er staðið. Um þetta er ekkert fjallað? Og af hverju er þetta gert aðeins nokkrum vikum áður en kosið er, nú þegar útlit er fyrir að ríkisstjórnin sé að falla? Hvernig getur Alþingi haft eftirlit með að hagsmunir almennings séu hámarkaðir? Er þetta óðagot heppilegt til þess að hámarka arðinn af sölu þessara eigna almennings? Kannski er þetta bara allt hið besta mál. En er eitthvað síðustu ár og áratugi á Íslandi, sem bendir til þess, að tilefni sé til að láta stjórnvöld njóta vafans?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur