Færslur fyrir október, 2017

Þriðjudagur 31.10 2017 - 15:26

Næsta stjórn: Sigurður Ingi í lykilstöðu?

Ég spáði Panamastjórn 2.0 fyrir kosningar (D+C og B+M), og sýnist úrslit í samræmi við það. Sú spá stendur enn, þótt ég hafi að vísu ekki gert ráð fyrir munstrinu D+B+M+F sem er aðeins popúlískari útgáfa af þeirri stjórn. En hvað veit ég?! Stærsta óvissuefnið í mínum huga er Sigurður Ingi, formaður Framsóknar, og hvort […]

Fimmtudagur 26.10 2017 - 19:41

Trumpun íslenskra stjórnmála

Skiptir sannleikurinn máli? Síðastliðið ár hefur verið mörgum okkar sem búum í Bandaríkjunum afar þungbært með kosningu Donalds Trump (eða Dóna Prump eins og Steinar Gauti frændi minn kallar hann), þar sem ég hef hafist við í 20 ár. Nú hefur það nefnilega gerst, að forseti Bandaríkjanna beinlínis lýgur þindarlaust. Eitt frægasta dæmið er þegar […]

Þriðjudagur 24.10 2017 - 14:25

Kosningaspá: Panamastjórn 2.0

Var að skoða síðustu kannanir, sjá MMR hér. Samkvæmt þessu sé ég ekki betur en að Panamastjórn 2.0 sé í kortunum. Sigmundur Davíð og Bjarni Ben munu sameinast um völd á ný. Sjálfstæðisflokkur og klofningframboð hans (Viðreisn) fá samtals 28.4. Framsókn og klofningsframboð hennar (Miðflokkurinn) fá samtals 20.9. Ég sé ekki betur en úrslitin séu komið langleiðina í […]

Miðvikudagur 18.10 2017 - 00:21

Lögbann á fjölmiðla

Það er með algerum ólíkindum að í lýðræðisríki geti það gerst, að einhver sýslumaður útí bæ geti bannað heilum fjölmiðli, nokkrum dögum fyrir kosningar, að fjalla um fjárhagsleg málefni stjórnmálamanns á grundvelli upplýsinga sem sá fjölmiðill býr yfir (sýslumaðurinn sem um ræðir virðist raunar vera með athygliverðann bakgrunn, svo ekki sé meira sagt, og ekki sérlega […]

Mánudagur 02.10 2017 - 14:55

Furðufréttir Fréttablaðsins af SDG

Forsíða Fréttablaðins í dag lýsir líklega einhverju furðulegasta fréttamati sem ég hef séð. Fyrir nokkru kom í ljós að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, áttu pening í skattaskjólum. Þetta kom í ljós vegna leka í gegnum hin svokölluðu Panamaskjöl. Það sem gerði mál Sigmundar Davíðs sérstaklega alvarlegt var það, að í ljós […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur