Þriðjudagur 19.04.2011 - 23:30 - Lokað fyrir ummæli

Málefni nefnda stjórnlagaráðs

Í dag var málefnum eftir töluverða yfirlegu skipt á milli verkefnanefnda í stjórnlagaráði; þær eru þrjár og fjalla um eftirfarandi – undir stjórn eftirfarandi formanna sem einnig voru kjörnir í dag og sitja í stjórn ásamt formanni og varaformanni.

Gaman er að sjá að konur mynda meirihluta stjórnar.

Verkefnanefnd A

  • Grunngildi, ríkisborgararéttur og þjóðtunga
  • Uppbygging og kaflaskipan stjórnarskrárinnar
  • Náttúruauðlindir og umhverfismál
  • Mannréttindi (þ.á m. þjóðkirkjan)

Formaður var kjörin Silja Bára Ómarsdóttir.

Verkefnanefnd B

  • Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar
  • Hlutverk og staða forseta Íslands
  • Hlutverk og störf Alþingis (hlutverk, skipulag og starfshættir; seta ráðherra á þingi; fjárstjórnarvald; eftirlit með framkvæmdarvaldinu)
  • Ríkisstjórn, störf forseta og ráðherra og verkefni framkvæmdarvalds
  • Staða sveitarfélaga

Formaður var kjörin Katrín Fjeldsted.

Verkefnanefnd C

  • Stjórnlagaráð
  • Lýðræðisleg þátttaka almennings (þ.á m. stjórnarskrárbreytingar)
  • Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds
  • Alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingismenn
  • Samningar við önnur ríki og utanríkismál

Formaður var kjörinn Pawel Bartoszek.

Sjálfur vil ég sitja í verkefnanefnd B enda er þar fjallað um þau málefni sem mér eru hugleiknust af mörgum mikilvægum málum og áhugaverðum en meðal þess er aukin valddreifing – m.a. með því að draga úr miðstjórnarvaldi ríkisins með því að flytja hluta fjárstjórnarvalds til sterkari og stærri sveitarfélaga eins og ég hef skrifað um áður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur