Færslur fyrir nóvember, 2010

Þriðjudagur 30.11 2010 - 23:55

Þakklátur og hrærður

Nú þegar fullveldisdagurinn – mesti hátíðisdagur Íslandssögunnar í mínum huga – er að ganga í garð vil ég þakka kjósendum af öllu landinu fyrir það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig sem einn 25 fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþing Íslendinga – nema Þjóðfundurinn 1851 sé talinn með; þegar stjórnlagaþingið kemur saman […]

Laugardagur 27.11 2010 - 07:00

Ertu efins? – Listi 44ja stjórnlagapistla

Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi. Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, […]

Föstudagur 26.11 2010 - 18:40

Láttu þjóðkirkjumálið ekki ráða afstöðu þinni

Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóðkirkjunnar verði meginefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóvember. Ég tel hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórnlagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrúar á stjórnlagaþingi einbeiti sér […]

Föstudagur 26.11 2010 - 00:46

Næsta tækifæri eftir 160 ár

Nú – daginn fyrir kosningar til stjórnlagaþings, hins fyrsta í 160 ár – er orðið ljóst að íhaldsöflin – sem engar eða litlar (og þá helst saklausar) breytingar vilja sjá á stjórnskipun landsins og stjórnarfari – munu þrátt fyrir allt ekki þora að sniðganga stjórnlagaþing alveg (eins og ég óttaðist fyrir mánuði). Þeir nota aðra taktík, […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 14:19

Reglulegt stjórnlagaþing?

Eina atriðið sem stjórnarskrárnefnd Alþingis gat eftir nokkurra ára starf orðið sammála um var að breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um hvernig stjórnarskránni skuli breytt – en nú er áskilið að Alþingi samþykki tvívegis sams konar frumvarp til stjórnarskipunarlaga og að alþingiskosningar eigi sér stað í millitíðinni. Þessu vil ég breyta – eins […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 21:20

Stjórnlagadómstól gegn spillingu

Ekki þarf að skírskota til Árbótar-málsins til þess að hefja umfjöllun um álitamál er varðar óvandaða stjórnsýsluhætti og jafnvel ólögmæta – og þar með, eftir atvikum, bótaskylda – stjórnsýsluhætti. Um daginn skrifaði ég um hvað ef RÚV hefði ekki á 11. stundu brugðist við gagnrýni og tekið upp maraþonsyrpu með um 500 viðtölum á þremur […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 11:45

Vilji þjóðarinnar verður ekki veðsettur

Sjálfstæðisbaráttu Íslendinga er ekki enn lokið. Nú er tími til kominn að fullkomna flutning valdsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur með heimastjórn fyrir 105 árum – og færa það alla leið til fólksins. Til þess er stjórnlagaþing. Þrjár stofnanir njóta sérstöðu vegna hlutverks síns í þágu þjóðarinnar: Alþingi, stofnað 930 og endurreist 1845, Háskóli Íslands, settur […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:00

Þú átt leik (gestapistill)

Ég sat við tölvuskjáinn úti í Árósum þar sem ég var í námi þegar allt hrundi, táraðist yfir að sjá hvernig komið var fyrir íslenskri þjóð en upp frá því kviknaði áhugi á því að leggja mitt lóð á vogarskálarnar við það að nýta þetta tækifæri til þess að bæta íslenskt samfélag og hag almennings. […]

Mánudagur 22.11 2010 - 21:47

Jafnt atkvæðavægi sjálfsögð mannréttindi (gestapistill)

Á Íslandi búum við ekki við þau grundvallarmannréttindi sem felast í jöfnu atkvæðavægi. Atkvæði vega ekki jafnt og í marga áratugi hefur verið deilt um jöfnun atkvæðisréttar. Því miður hefur andstæðingum þessa brýna máls tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Jöfnun atkvæðisréttar er hins vegar miklu stærra mál […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 23:46

Umhverfis- og almannaréttur í stjórnarskrá

Í gær svaraði ég spurningum fagfélags og hagsmunahóps varðandi afstöðu mína til að taka upp í stjórnarskrá umhverfisákvæði annars vegar og ákvæði um almannarétt hins vegar; ég tel rétt að birta spurningarnar og svör mín hér. Spurningar Ferðafrelsisnefndar Svohljóðandi bréf fékk ég í gær frá Ferðafrelsisnefnd sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur