Föstudagur 26.11.2010 - 00:46 - FB ummæli ()

Næsta tækifæri eftir 160 ár

Nú – daginn fyrir kosningar til stjórnlagaþings, hins fyrsta í 160 ár – er orðið ljóst að íhaldsöflin – sem engar eða litlar (og þá helst saklausar) breytingar vilja sjá á stjórnskipun landsins og stjórnarfari – munu þrátt fyrir allt ekki þora að sniðganga stjórnlagaþing alveg (eins og ég óttaðist fyrir mánuði).

Þeir nota aðra taktík, svo sem þessa:

Stjórnarskráin er ekkert svo gömul, hún er ekki dönsk – heldur frönsk, henni hefur oft verið breytt, henni er ekki um hrunið að kenna o.s.frv.

Skiptir það máli?

Umbótasinnar vilja meta þörfina sjálfir

Nei.

Þetta er ekki svar við röksemdum umbótasinna – sem annars vegar lúta að því að nauðsynlegt sé að þjóðin telji sig „eiga“ eitthvað í stjórnarskránni í stað þess að hafa fengið hana gefins frá kóngi eða valdastétt þjóðfélagsins í upphafi 20. aldar.

Hins vegar eru margar og góðar umbótatillögur ræddar.

En í stað þess að sniðganga stjórnlagaþingið eins og ég óttaðist fyrst munu íhaldsöflin reyna að fá sem flesta kjörna á stjórnlagaþing sem litlu eða engu vilja breyta.

Hafið þetta, vinsamlegast, í huga er þið veljið ykkar fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþingið í 160 ár; það er ekki víst að tækifærið bjóðist aftur í bráð.

***

Á morgun birti ég yfirlit yfir þá 43 pistla sem ég hef birt um stjórnarskrána, stjórnlagaþingið og úrbótatillögur daglega undanfarnar sex vikur.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur