Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 05.08 2017 - 16:32

Eru allir sáttir við þetta?

  Góður vinur minn, Björn Logi Þórarinsson, Sérfræðingur í taugalækningum á Landspítalanum hefur að undanförnu bent á þá staðreynd að mjög árangusrík meðferð við blóðtappa í heila er ekki í boði hérlendis vega fjárskorts. Meðferðin snýst um að blóðtappinn er fjarlægður með æðaþræðingu en ekki leystur upp með lyfjum. Þessi meðferð er nú í boði […]

Þriðjudagur 06.09 2016 - 14:19

Hrægamma­bónusar

FÉLAGAR Í INDEFENCE HÓPPNUM SKRIFA. Það er búið að vera skrýtið að fylgjast með umræðunni um ofurbónusana sem starfsmenn slitabúanna eru að fá þessa dagana. Margir eru reiðir yfir þessum bónusum, en færri virðast átta sig á því að þeir eru greiddir út á kostnað almennings. Þiggjendur bónusgreiðslnanna eru íslenskir erindrekar vogunarsjóðanna. Sjóða sem keyptu […]

Miðvikudagur 13.01 2016 - 00:43

Sýndu manndóm Steingrímur

Hún er leiðinleg þessi tilhneiging manna að geta ekki viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Í kjölfar bankahrunsins hafa margir tengdir bönkunum verið dæmdir í refsivist, en þeir eiga það allir sameiginlegt að enginn þeirra finnur hjá sér sök. Að eigin mati eru þeir allir fórnarlömb illsku almennings og refsiglaðra dómstóla sem stýrast af […]

Þriðjudagur 06.10 2015 - 15:37

Seðlabankinn lúffar fyrir kröfuhöfum

Í sumar voru lög samþykkt á Alþingi um að leggja 850 milljarða skatt á þrotabú föllnu bankanna. Þessum skatti var ætlað að tryggja að greiðslujöfnuði þjóðarbúsins verði ekki ógnað þegar þrotabúin verða gerð upp og fjármagnshöft losuð. Ógnin sem um ræðir er að kröfuhafar fari út úr landi með verulegar upphæðir í formi gjaldeyris. Fái […]

Fimmtudagur 02.07 2015 - 16:22

Miskilningur Össurar.

Fyrir nokkrum dögum sendi InDefence hópurinn inn umsögn til Alþingis með ítarlega gagnrýni á nokkur afmörkuð en mikilvæg atriði í þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram til að losa fjármagnshöft á Íslandi. Markmið með þessari umsögn var að ýta undir málefnalega umræðu um það hvort hægt sé að minnka áhættu við þær lausnir sem […]

Miðvikudagur 25.03 2015 - 01:58

Íslendingar rækilega blekktir af kröfuhöfum.

Af einhverjum ástæðum virðast sumir Íslendingar hafa verulegar áhyggjur af því að kröfuhafar gömlu bankanna muni geta rekið mál gegn íslenska ríkinu fyrir aþjóðlegum eða erlendum dómstólum, ákveði Íslensk stjórnvöld að verja hagsmuni sína gagnvart kröfum þeirra. Sumir hafa haldið að ef stjórnvöld veiti kröfuhöfum ekki undanþágu frá íslenskum gjaldþrotalögum og jafnvel gjaldeyrislögum, þá verði […]

Sunnudagur 07.12 2014 - 22:12

Á ofurlaunum við að vinna gegn hagsmunum almennings

Umræða um dóm hæstaréttar sem féll í nóvember síðastliðnum veitir athyglisverða innsýn inn í það umsátursástand sem ríkir í baráttunni við erlenda kröfuhafa.   Erlendu kröfuhafarnir eru með á þriðja hundrað manns af okkar bestu lögfræðingum í vinnu til að hámarka hagsmuni sína á kostnað íslensks almennings. Þeim hefur nú tekist að rugla alla umræðu […]

Þriðjudagur 11.11 2014 - 16:31

Má ekki skattleggja þrotabúin?

Í kjölfar leiðréttingarinnar hafa ýmsir aðilar viðrað undarlegar efasemdir um að skattur á þrotabú bankanna standist íslensk lög. En ég bara spyr: Er virkilega einhver hér á landi sem telur að íslenska ríkið hafi ekki rétt á að skattleggja þrotabú bankanna? Hefur ríkið þá ekki vald til þess að skattleggja fyrirtæki sem hafa valdið þjóðinni […]

Þriðjudagur 14.10 2014 - 20:20

Hárrétt hjá Stefáni Ólafssyni.

Í bloggi sínu hér á Eyjunni vekur Stefán Ólafsson athygli lesenda á þeim mikla kostnaði sem almenningur hefur tekið á sig vegna bankahrunsins. Það er löngu orðið tímabært að Íslendingar fari að fjalla málefnalega um þann skaða sem gömlu bankarnir ollu með starfsemi sinni.  Andvaraleysi almennings gagnvart þessu máli er ekki til þess fallið að […]

Föstudagur 03.10 2014 - 01:54

Viljum við virkilega losa okkur við Rás2?

Á síðustu áratugum hafa margar íslenskar popphljómsveitir og popptónlistarmenn náð alveg ævintýralegum árangri á erlendum vettvangi. Skapað miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og haft mikil áhrif á ímynd landsins sem hefur skilað okkur miklum ferðamannatekjum og svona mætti lengi telja. Þetta er eitthvað sem allir vita og ekki þarf ræða nánar. En ég spyr? Gera menn […]

Höfundur

Ólafur Elíasson

Píanóleikari og tónlistarmaður.
Er einnig með MBA í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.

Er ekki tengdur neinum sérstökum hagsmunaaðilum né pólitískum samtökum.
Starfaði með InDefence hópnum gegn Icesave samningunum.
RSS straumur: RSS straumur