Þriðjudagur 21.08.2012 - 22:35 - FB ummæli ()

Verðmerking matvæla leggst af

Í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins á síðasta ári er verðmerking ferskrar matvöru að umtalsverðu leyti að leggjast af.

Hakk, kjötfars, lambalærissneiðar, lambakótilettur, nautakjöt í ýmsum útgáfum, svínakjöt í ýmsum útgáfum, kjúklingakjöt í ýmsum útgáfum, álegg, pylsur, ostar o.m.fl. er ekki lengur verðmerkt. Þetta eru allt þær vörur sem fólk kaupir mest af í daglegum innkaupum sínum.

Að vísu er hægt að fara með einstök matvörustykki að verðskanna, sem iðuglega er spölkorn frá vörunni, og reyna að lesa á hvert verðið er.

Sumir hafa þó engan áhuga á að auglýsa í verslunum að þeir séu að pæla í verðinu. Kanski það hafi þau áhrif á neytendahegðun?

Ég sé að minnsta kosti nær aldrei nokkurn mann nota þessa verðskanna. Enda er það óþægilegt og verulega aukin vinna við innkaupin ef maður ætlar að gera alvöru verðsamanburð milli framleiðenda sömu vöru, milli misstórra stykkja af sömu vöru, eða milli einnar tegundar vöru og annarar. Maður þyrfti að vera eins og jó-jó milli hillanna og skannans, með fangið fullt ef vel ætti að vera. Slíkt gengur augljóslega ekki.

Neytendur búa sem sagt við það stórfurðulega ástand að sú matvara sem þeir kaupa oftast er óverðmerkt í öllum venjulegum skilningi.

Samt stendur eftirfarandi í lögum um neytendavernd:

“Grundvallarreglan er að allar vörur og þjónusta sem seldar eru neytendum skuli verðmerkja þannig að auðvelt sé að sjá verðmerkinguna (mín undirstrikun). Ein af forsendum þess að neytendur geti fylgst með verðlagi og eflt verðskyn sitt eru verðmerkingar. Góðar verðmerkingar gefa neytendum þannig mikilvægar upplýsingar til þess að þeir geti verið virkir þátttakendur á hinum frjálsa markaði” (III. kafla laga nr. 57/2005).

Það er að vísu leyft að nota verðskanna í lögum, en fullnægir það forsendu laganna um að “auðvelt sé að sjá verðmerkinguna”.

Nei, því fer fjarri. Þetta fyrirkomulag sem nú tíðkast er stór hindrun gagnvart eðlilegu neytendaaðhaldi.

Það sem verra er, lausung í verðmerkingum virðist einnig hafa aukist í tengslum við þessa þróun á síðasta árinu, a.m.k. í þeim verslunum sem ég nota reglulega. Enda býður þetta upp á slíkt.

Smám saman er að slokkna á neytendaaðhaldinu í matvöruverslunum. Svo breiðist þetta auðvitað út.

Menn fá að vísu enn fréttir af því að Jóhannes sé með lægsta verðið og geta farið til hans. Það er þó varla fullnægjandi fyrir markaðinn í heild.

Nú höfum við Neytendastofu, Neytendasamtök, Talsmann neytenda og viðamikla launþegahreyfingu (ASÍ), sem öll ættu að vera að verja hag neytenda. Þetta hljómar eins og mikil varnarsveit fyrir neytendur – enda fjármagnað af neytendum.

Hvernig má það þá vera að neytendur séu svona illa varðir á Íslandi í dag? Hvers vegna gat þessi niðurstaða orðið, að hætta beinni verðmerkingu unninna matvara, þegar galli kom fram á framkvæmd forskráðrar vöru með leiðbeinandi verð? Var ekki önnur leið nærtækari?

Bann við notkun leiðbeinandi verðs framleiðenda var sagt gert til að auka samkeppni milli fyrirtækja. En útkoman er sú, að hagur neytenda var fyrir borð borinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar