Færslur fyrir september, 2012

Laugardagur 29.09 2012 - 12:12

Viðskiptaráð mærir norræna velferðarstjórn

Nýtt fréttabréf Viðskiptaráðs kemur svo sannarlega á óvart! Frægt var þegar Viðskiptaráð lýsti yfir í skýrslu frá 2006 að við Íslendingar ættum að hætta að líta til hinna norrænu þjóðanna eftir fyrirmyndum. Við værum þeim framar á flestum sviðum. Þetta var á þeim tíma sem stjórnvöld framkvæmdu um 95% af skoðunum og stefnumálum Viðskiptaráðsins, sem […]

Fimmtudagur 27.09 2012 - 15:53

Góðir og slæmir kapítalistar

Það er mikilvægt að greina á milli góðra og slæmra kapítalista, góðra og slæmra athafnamanna á sviði atvinnu- og fjármála. Ekki síst þegar menn gagnrýna atvinnulífið, fjármálamenn og fyrirtækjamenn, eins og ég geri stundum. Steven Jobs er gott dæmi um góðan kapítalista. Hann hefur um langa hríð verið leiðandi í nýsköpun. Búið til tölvutæki margvísleg […]

Mánudagur 24.09 2012 - 00:07

Hverjir drekktu Íslandi í skuldum?

Það var alltof mikil skuldasöfnun sem setti Ísland á hliðina, með hruni bankanna og krónunnar. Skuldasöfnun er algengasta ástæða alvarlegra fjármálakreppa í heiminum. Þær koma gjarnan í kjölfar aukins frelsis á fjármálamörkuðum, óhóflegrar spákaupmennsku, brasks eða annarrar umframeyðslu. Það sama gildir um þjóðarbúið og rekstur heimilis: Of mikil skuldsetning skapar áhættu. Alltof mikil skuldsetning skapar […]

Sunnudagur 23.09 2012 - 00:21

Vofa kommúnismans ásækir frjálshyggjumenn

„Vofa leikur nú ljósum logum um Evrópu – vofa kommúnismans“, segir í byrjun Kommúnistaávarps Marx og Engels. Þessi lýsing átti ágætlega við í Evrópu árið 1848, þegar ritið kom út. Þá var mikil ólga og átök um alla álfuna, ekki síst stéttaátök. Maður hélt þó samt að búið væri að kveða þennan draug niður í […]

Föstudagur 21.09 2012 - 09:29

61% Íslendinga eru aular – segir Viðskiptaráð

Það voru tímamót í kosningabaráttu Mitt Romneys í Bandaríkjunum er birt voru leynd ummæli hans á fjáröflunarfundi með auðmönnum þar vestra í vikunni (sjá hér). Hann sagði m.a. þetta: „… það eru 47 prósent … sem eru háð ríkinu, … sem telja að ríkið eigi að sjá fyrir þeim, sem telja sig eiga rétt á […]

Fimmtudagur 20.09 2012 - 10:54

Hvað kostar forseti Bandaríkjanna?

Allir vita að það þarf mikið fé til að geta orðið forseti Bandaríkjanna. En hversu mikið? Stofnun sem heitir Open Secrets – Center for Responsive Politics tekur saman tölur um kostnað einstakra forsetaframbjóðenda. Myndin hér að neðan sýnir smá yfirlit um þetta (sjá líka hér). Kostnaðurinn hefur hækkað yfir tíma, eins og sjá má á […]

Miðvikudagur 19.09 2012 - 00:15

Skattar og hagvöxtur í USA – Nokkrar lexíur

Á myndinni hér að neðan er sýnd þróun hátekjuskatts á einstaklinga í Bandaríkjunum, frá 1913 til 2012. Súlurnar sýna hæstu álagningu á háar tekjur. Þetta er ansi lærdómsrík mynd. Ekki síst fyrir algenga – en mjög villandi – umræðu um samband milli skatta og hagvaxtar. Staðreyndin er sú, að þegar hátekjuskattar voru hæstir í USA […]

Þriðjudagur 18.09 2012 - 08:51

Súrir frjálshyggjumenn

Pistill minn um lækkun frjálshyggju-vísitölunnar hefur hreyft við frjálshyggjumönnum – sem vonlegt er. Ég sagði það jafnvel fagnaðarefni að vísitala þessi lækkaði aðeins! Hins vegar eiga menn ekki að fjárfesta mikið í þessari vísitölu. Hún er órökrétt grautargerð með hagsmunaívafi og áróðursmarkmiði, eins konar naglasúpa í heimi vísitalna. Ef hún mælir eitthvað sem hönd er […]

Sunnudagur 16.09 2012 - 09:02

Góð frétt: Frjálshyggju-vísitalan lækkar!

Nú berast fregnir af því að frjálshyggju-vísitala Íslands hafi lækkað eftir hrun. Biskup frjálshyggjunnar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur sjálfur sent út fréttatilkynningu um þessi tíðindi (sem birt er á Pressunni og hinum ókristilega vef amx-veitunnar). Biskupinn er með böggum hildar yfir þróuninni og hefur boðað sérlegan talsmann vísitölunnar til landsins, alla leið frá Norður Ameríku. […]

Föstudagur 14.09 2012 - 22:45

Sjálfstæðismaður styður góða hugmynd

Ég hef ekki verið aðdáandi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Málflutningur hans er oft mjög ómerkilegur og sumt sem tengist pólitík hans er skuggalegt, eins og Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri DV rifjaði upp um daginn. En Guðlaugur Þór reifaði góða hugmynd í pistli á Pressunni í vikunni. Sjálfsagt er að hann njóti sannmælis fyrir það. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar