Mánudagur 10.12.2012 - 20:49 - FB ummæli ()

Veiðigjald til auðmanna eða þjóðarinnar?

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og sérfræðingur í sjávarútvegsmálum Íslendinga, skrifar mjög athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag (sjá hér).

Kristinn sýnir á skýran hátt að allt tal útvegsmanna um að hið nýja veiðigjald stjórnvalda sligi rekstur greinarinnar er blekking ein. Sama á við um þær uppsagnir sem einstaka fyrirtæki standa að um þessar mundir. Þær hafa ekkert með veiðigjaldið að gera.

Kjarninn í röksemd Kristins er sá, að útvegsmenn greiða hver öðrum mjög hátt veiðigjald við kaup og sölu kvóta, eða allt að 92% af framlegð greinarinnar. Það er verulega hærra en gjaldið sem ríkisstjórnin ætlar að leggja á greinina.

Nýja veiðigjaldið mun einfaldlega lækka hlut útvegsmanna, sem nemur gjaldinu til þjóðarinnar, en nettó áhrifin á rekstur greinarinnar eru líkleg til að vera lítil sem engin. Hér eru rök Kristins:

“Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða.”

“Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði.

Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga.”

Fróðlegt væri að sjá svör LÍÚ-manna við þessum rökum Kristins H. Gunnarssonar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar