Fimmtudagur 21.02.2013 - 23:58 - FB ummæli ()

Bjarni lofar töfrabrögðum

Nú stefnir í kosningar. Framsókn spennti loforðabogann til hins ítrasta um síðustu helgi, eins og Þorsteinn Pálsson benti á (hér). Þorsteini leist ekki á, enda var í pakkanum “eitt stærsta kosningaloforð allra tíma”.

Nú er röðin komin að Sjálfstæðisflokki. Landsfundur er settur.

Bjarni Benediktsson flutti ræðu og virðist ætla að keppa við Framsókn í yfirboðum. Enda mikið í húfi. Sagði flokksmenn þyrsta í völdin eftir fjögurra ára úthýsingu.

Bjarni lofar skattalækkunum (sem þó eiga einkum að nýtast hærri tekjuhópum, með afnámi þriggja þrepa skattsins). Svo lofar hann til viðbótar léttingu skulda af fólki með enn frekari skattaafslætti (það á líka einkum að nýtast hærri tekjuhópum).

Skattalækkanir minnka tekjur ríkisins.

Bjarni kynnti í leiðinni tillögur um að banna með lögum aukningu ríkisútgjalda, m.a. til velferðarmála. Það á raunar að skera niður, eins og hann og Illugi Gunnarsson hafa reyndar áður sagt skýrum rómi (hér og hér).

Samt segist Bjarni vilja bæta kjör lífeyrisþega og efla heilbrigðisþjónustuna. Gera alla káta.

Þetta gengur hins vegar ekki upp, ekki einu sinni í töfraheimi vúdú-hagfræðinnar. Það þarf auðvitað meiri skatttekjur til að bæta hag lífeyrisþega og efla heilbrigðisþjónustuna – og einnig til að greiða niður skuldir ríkisins.

Þorsteinn Pálsson segir að stór loforð vísi oft á mikil svik. Spurningin er þá hvaða loforð Sjálfstæðismenn ætla að svíkja?

Ég spái því að þeir ætli að lækka skatta á hátekjufólk og atvinnurekendur og draga verulega úr opinberum útgjöldum. Þetta hafa verið þeirra stefna lengi. Alveg eins og hjá Repúblíkönum í USA.

Sjálfstæðismenn hafa þegar sagt að ekki sé innistæða fyrir þeirri 30% hækkun á barnabótum sem vinstri stjórnin er nú að framkvæma (hér). Það segir sína sögu.

Lækkun skatta svo um munar þýðir niðurskurður opinberra útgjalda til lífeyrisþega, heilbrigðismála og menntunar. Nema menn ætli að stefna ríkisbúskapnum í halla á ný og safna frekari skuldum.

Samt stóð líka til að greiða niður opinberar skuldir!

Þorsteinn Pálsson hefur líklega rétt fyrir sér um loforðin og svikin.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar