Föstudagur 22.03.2013 - 22:38 - FB ummæli ()

Auðmannadekur íslenskra hægri manna

Það er auðvitað ekki nýtt að frjálshyggjumenn þjóni auðmönnum. Það hefur verið megininntak frjálshyggjunnar frá um 1980.

Frjálshyggjumenn hafa boðað auðhyggju, lækkun skatta á hátekjufólk, fjárfesta og atvinnurekendur. Þeir vilja um leið veikja launþegafélög og skera niður velferðarríkið.

Arthur Laffer er einn helsti talsmaður auðmannadekursins í Bandaríkjunum.

Hannes Hólmsteinn bauð honum til Íslands í nóvember 2007. Laffer varð frægur að endemum er hann lýsti því yfir að ástand fjármála og efnahagsmála á Íslandi væri þá eins gott og hugsast gæti!

Fjármálaráðherrann Árni Matthiesen og Hannes sjálfur fullyrtu við sama tækifæri að Ísland væri sönnun þess að kenningar Laffers virkuðu.

Tíu mánuðum síðar hrundi Ísland eins – og spilaborg!

Fjármálamiðstöð frjálshyggjunnar reyndist vera svikamylla sem byggð var á skuldasöfnun og braski auðmanna – samkvæmt formúlu frjálshyggjunnar.

Hér er brot úr messu Laffers á Íslandi þar sem hann brýnir auðmannadekrið. Talar um að menn eigi ekki að amast við ríkidæmi fólks. Svo smjaðrar hann fyrir fátækum og segir að hækka eigi tekjur þeirra fátæku en ekki lækka tekjur ríka fólksins.

En hvað hefur hann fram að færa til þess? Ekkert!

Frjálshyggjumenn mæla aldrei með því að lægstu laun séu hækkuð. Þeir mæla heldur aldrei með því að lífeyrir eða bætur séu hækkaðar. Þeir vilja alltaf skera allt slíkt niður. Líka Laffer.

Stefna frjálshyggjunnar eykur iðuglega fátæktina. Það liggur í því, að þegar meira rennur til ríka fólksins þá verður minna eftir handa millistéttinni og þeim fátæku.

Reynslan af framkvæmd stefnu Laffers og frjálshyggjunnar almennt í Bandaríkjunum frá 1980 er einmitt sú, að tekjur ríka fólksins hafa hækkað rosalega en miðtekjufólk hefur staðið í stað og lágtekjufólk lækkað. Þetta má sjá hérhér og hér.

Þetta er líka stefna hægri manna á Íslandi. Frjálshyggjupáfinn Hannes Hólmsteinn er helsti boðberi þessara sjónarmiða hér. Það var með þessari hugmyndafræði sem frjálshyggjumenn tóku yfir Sjálfstæðisflokkinn og breyttu honum varanlega í „flokk ríka fólksins„.

Slagorðinu “stétt-með-stétt” var þar með fleygt á haugana. Sjálfstæðismenn kórónuðu auðmannadekrið með því að gera auðmanninn Bjarna Benediktsson að formanni nýja Sjálfstæðisflokksins.

Það var við hæfi!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar