Færslur fyrir apríl, 2013

Mánudagur 29.04 2013 - 21:56

Sterkari staða Sigmundar Davíðs

Nú pæla menn mikið í því, hver fái stjórnarmyndunarumboð og hvor þeirra Bjarna Ben. eða Sigmundar Davíðs fái forsætisráðuneytið, í hugsanlegri ríkisstjórn B og D lista. Sigmundur Davíð hefur klárlega sterkari stöðu í forystuhlutverkið. Hann hefur fleiri spil á hendi og vænlegri stöðu. Hvers vegna? Hér eru rökin: Sigmundur Davíð og flokkur hans er ótvíræður […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 11:29

Úrslitin: Stór sveifla frá vinstri til miðju

Þegar úrslit kosninganna eru skoðuð með því að skipta flokkunum í hægri – miðju – vinstri fylkingar kemur undirliggjandi breyting kosninganna skýrlega fram. Þetta er stór sveifla frá vinstri til miðjunnar, en ekki til hægri. Í síðustu kosningum (2009) varð mjög mikil sveifla frá hægri (Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum) til vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá minnsta […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 02:06

Stórsigur Framsóknar – mikið tap stjórnarflokka

Framsókn er afgerandi sigurvegari kosninganna. Eykur fylgi sitt langmest. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt frá síðustu kosningum, en þó einungis lítillega umfram það sem var 2009, en það var versta útkoma Sjálfstæðisflokksins frá stofnun lýðveldisins. Útkoma Sjálfstæðisflokks nú er næstversta útkoma þeirra á lýðveldistímanum. Stjórnarflokkarnir tapa miklu, sérstaklega Samfylkingin. Þeir gjalda í senn kreppunnar sem hefur […]

Laugardagur 27.04 2013 - 22:10

Buddupólitíkin 2013

Eitt megineinkenni kosninganna í ár er að þær snúast um budduna. Kjósendur spyrja um framboðin, hvert og eitt: “Hversu mikið mun þessi flokkur borga mér? Hvað græði ég á þessum flokki?” Þetta snýst um hagsmuni, peninga. Hugsjónapólitík á ekki upp á pallborðið. Bestu fulltrúar hugsjónastjórnmála eru Húmanistarnir og Lýðræðisvaktin. Húmanistar eru að bjóða fram í […]

Föstudagur 26.04 2013 - 12:49

Laun erfiðisins eru vanþakklæti

Ríkisstjórnin tók við versta búi lýðveldistímans vorið 2009. Þjóðarbúið rambaði á barmi gjaldþrots, fjármálakerfið var hrunið, krónan hafði fallið um 50%, Seðlabankinn var gjaldþrota, kjaraskerðing var þegar orðin gríðarleg, skuldabyrði þyngdist verulega og atvinnuleysi var orðið meira en áður hefur þekkst á Íslandi. Þetta var fordæmalaus staða.   Góður árangur stjórnarflokkanna vekur athygli erlendis Samfylkingu […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 08:04

Svona var frjálshyggjan í framkvæmd

Stundum er sagt að meira sé að marka hvað fólk gerir en hvað það segir. Það virðist eiga við um frjálshyggjumenn í meiri mæli en marga aðra. Frjálshyggjumenn boða frelsi til handa fjárfestum og atvinnurekendum. Þeir kalla þetta frelsi fjármálamanna “atvinnufrelsi” og segja það gott fyrir farsæld þjóða. Vilja engin ríkisafskipti né velferðarríki. Aðrir taka […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 11:00

Vill formaður Samfylkingar nýja hrunstjórn?

Ég er undrandi á sumu sem kemur frá formanni Samfylkingarinnar þessa dagana. Sérstaklega hversu neikvæður hann er gagnvart þeirri leið Framsóknar að setja heimilin í algeran forgang og freista þess að nýta hluta snjóhengjunnar svokölluðu til skuldalækkunar heimila (sjá hér). Þessi áhersla Framsóknar er í ágætu samræmi við norrænu velferðaráhersluna um að verja heimilin gegn […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 19:53

Vinstri stjórnin gerði meira en Sjálfstæðismenn lofa nú.

Þegar maður les listann yfir loforð Sjálfstæðismanna um skattalækkanir virðist stefna í miklar og dýrar skattalækkanir, komist þeir til valda. Ég mat þær lauslega á meira en 100 milljarða á ári, án þess að það væri tæmandi. Bjarni Ben. sagði hins vegar um daginn á beinni línu DV að kostnaðurinn af skattalækkunum Sjálfstæðisflokksins yrði einungis […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 08:46

Ný vúdú-brella Sjálfstæðismanna

Eins og menn vita þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt vúdú-hagfræði frjálshyggjunnar í gríð og erg í kosningabaráttunni. Þeir hafa sagt að hægt sé að lækka skatta mikið en samt muni skatttekjur ríkissjóðs aukast mikið. Boðskapurinn er sem sagt sá, að maður geti étið kökuna að hálfu – en samt verði hún áfram í fullri stærð eftir […]

Mánudagur 22.04 2013 - 13:46

Miðjustjórn Framsóknar?

Ef fram fer sem horfir verður Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu við stjórnarmyndun að kosningum loknum. Margir spyrja því hvort Framsókn vilji frekar mynda ríkisstjórn til hægri eða vinstri?   Hægri eða vinstri stjórn í kortunum? Sjálfstæðimenn reyna að fæla fylgi frá Framsókn með því að segja fólki að Framsókn vilji helst mynda vinstri stjórn. Vinstri menn […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar