Þriðjudagur 23.04.2013 - 19:53 - FB ummæli ()

Vinstri stjórnin gerði meira en Sjálfstæðismenn lofa nú.

Þegar maður les listann yfir loforð Sjálfstæðismanna um skattalækkanir virðist stefna í miklar og dýrar skattalækkanir, komist þeir til valda. Ég mat þær lauslega á meira en 100 milljarða á ári, án þess að það væri tæmandi.

Bjarni Ben. sagði hins vegar um daginn á beinni línu DV að kostnaðurinn af skattalækkunum Sjálfstæðisflokksins yrði einungis um 17 milljarðar á ári. Það er ótrúlega lítið – og raunar lítilfjörlegt miðað við loforðin.

Kanski var Bjarni þó bara að meina að sá hluti sem rynni til heimila til skuldalækkunar séu einungis þessir 17 milljarðar á ári. Hitt fari til auðmanna (afnám auðlegðarskatts og hátekjuskatts), fyrirtækja, fjárfesta o.s.frv. Það síðarnefnda er jú mesta áhugamál Sjálfstæðismanna.

Gleymum því í bili að Sjálfstæðismenn segja, með skírskotun til vúdú-hagfræðinnar, að þetta verði allt sama ókeypis!

 

Loforð XD: Einungis 17 milljarðar á ári í skuldalækkun til heimila

En ef úrræði Sjálfstæðismanna sem eiga að létta skuldabyrði heimila nema einungis um 17 milljörðum á ári (eins og segir líka í Fréttabréfi XD í dag) þá er ljóst að vinstri stjórnin hefur gert mun meira fyrir skuldug heimili en Sjálfstæðisflokkurinn lofar nú. Mun meira.

Vinstri stjórnin hækkaði persónuafslátt mikið, vaxtabætur mjög mikið og nú í ár hækkaði hún barnabætur um 30%. Allt létti þetta skattbyrði lægri og milli tekjuhópa miklu meira en Sjálfstæðisflokkur lofar fyrir næsta kjörtímabil.

Síðan lækkuðu 110% leiðin og sérstöku skuldaúrræðin, auk gengislánadómanna, heildarskuldir heimilanna um meira en 200 milljarða frá 2010 til 2012 (á þremur árum).

Sjálfstæðismenn lofa hins vegar að lækka skuldir heimilanna aðeins um 68 milljarða á næstu 4 árum (4×17). Stærsti hluti lækkunar Sjálfstæðismanna fer að auki til hátekjuheimila.

Loforð Sjálfstæðismanna eru þannig léttvæg í samanburði við það sem vinstri stjórnin gerði fyrir heimilin (mest fyrir milli og lægri tekjuhópana).

Er það ekki athyglisvert?

 

Síðasti pistill: Ný vúdú-brella Sjálfstæðismanna

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar