Sunnudagur 28.04.2013 - 02:06 - FB ummæli ()

Stórsigur Framsóknar – mikið tap stjórnarflokka

Framsókn er afgerandi sigurvegari kosninganna. Eykur fylgi sitt langmest.

Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt frá síðustu kosningum, en þó einungis lítillega umfram það sem var 2009, en það var versta útkoma Sjálfstæðisflokksins frá stofnun lýðveldisins.

Útkoma Sjálfstæðisflokks nú er næstversta útkoma þeirra á lýðveldistímanum.

Stjórnarflokkarnir tapa miklu, sérstaklega Samfylkingin. Þeir gjalda í senn kreppunnar sem hefur rýrt kjör heimilanna og mikils klofnings á vinstri væng stjórnmálanna. Nýju framboðin taka mest frá stjórnarflokkunum, ekki síst Björt framtíð frá Samfylkingunni en Píratar taka líka frá VG.

En stjórnarflokkarnir tapa líka til Framsóknar sem bauð heimilunum það sem þau vildu, myndarlega skuldalækkun.

Kosningabarátta VG var sýnu betri en hjá Samfylkingunni og nýtur VG þess í betri útkomu en Samfylkingin.

Í ljósi þess að VG voru með óvenjumikið fylgi 2009 og í samhengi við fylgi flokksins frá upphafi þá vinnur VG góðan varnarsigur nú. Samfylkingin fékk ekki óvenjugóða kosningu 2009 og er tap hennar núna því mikið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar