Miðvikudagur 31.07.2013 - 00:04 - FB ummæli ()

Nýsköpun eða gamaldags stóriðja?

Viðskiptblaðið er með viðtal við ungan athyglisverðan nýsköpunarmann, Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint, um nýsköpun á Íslandi. Vitnisburður hans um framfarir á nýsköpunarsviðinu er fróðlegur:

  • „Það er himinn og haf á nýsköpunarumhverfinu á Íslandi í dag og frá því þegar við fórum á stað árið 1999. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar og frábært að sjá hversu margt hefur gerst á Íslandi”, segir Davíð.
  • „Tækniþróunarsjóður RANNÍS og skattafrádráttur vegna rannsókna- og þróunarverkefna hafa gert rosalega mikið fyrir nýsköpunarumhverfið á Íslandi sem og þessi vakning sem hefur orðið á mikilvægi sprotafyrirtækja fyrir hagkerfið. Það er líka að verða til meiri þekking á sviðinu en það vantar þó ennþá þekkingu og stuðningsumhverfi fyrir fyrirtæki sem eru komin lengra, með vörur og rekstur en eru að basla við að koma sér yfir hafið og ná fótfestu á stærri markaði.“

Ég sat í Vísinda- og tækniráði síðustu þrjú árin og veit að þetta er rétt lýsing. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði góðan skilning á mikilvægi nýsköpunar, rannsóknum og þróun og beitti sér fyrir mikilvægum umbótum á því sviði, þó fjárhagur ríkisins væri í rúst.

Það var líka hluti af fjárfestingaráætlun vinstri stjórnarinnar að gera enn betur á þessu sviði 2013 til 2015, meðal annars að tvöfalda framlög til Nýsköpunarsjóðs og Vísindasjóðs. Það átti meðal annars að fjármagna með tekjum af veiðigjaldinu nýja.

Nú hefur það verið lækkað umtalsvert og því ríkir óvissa um frekari framkvæmdir á þessu mikilvæga sviði.

Davíð Guðjónsson segir líka að ofuráhersla á stóriðju sé á kostnað nýsköpunar:

  • „En þetta er líka spurning um forgangsröðun. Í Evrópu allri og víðar keppast ríkisstjórnir við að hlúa að nýsköpunarfyrirtækjum því þau átta sig á því að þau skapa flestum vinnu og eru grundvöllur hagvaxtar í alþjóðavæðingunni þar sem þekking skiptir mun meira máli en auðlindir og ódýrt vinnuafl. Á Íslandi finnst manni oft hugsunin vera sú að stóriðja eigi að tryggja Íslandi velgengni inn í framtíðina og öll áhersla eigi að vera á vinnslu auðlinda frekar en uppbyggingu þekkingarverðmæta í bland,“ segir Davíð.

Hollráð ungra frumkvöðla, eins og Davíðs Guðjónssonar, ættu að vera leiðarljós stefnumótunar stjórnvalda.

Nýsköpun er lykilorð framfara nú dögum – ekki stóriðjuframleiðsla á hrávöru, eins og áli.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar