Miðvikudagur 28.08.2013 - 13:16 - FB ummæli ()

Hvernig ójöfnuður skaðar samfélagið

Hér er mjög skýr og athyglisverður fyrirlestur frá lýðheilsufræðingnum Richard Wilkinson um meinsemdir ójafnaðarins. Wilkinson og Kate Pickett hafa skrifað tvær áhrifamiklar bækur og fjölda fræðigreina um efnið, sem vakið hafa mikla athygli um allan heim.

Hér sýnir Wilkinson hvernig félagsleg vandamál og verri virkni samfélagsins eru nátengd ójöfnuði í tekjuskiptingunni.

Í ójafnari samfélögum er heilsufar almennings verra, velferð barna minni, afbrot meiri, stærri hluti þjóðarinnar í fangelsi, menntastig almennings lægra, stress meira og lífsgæði fjöldans almennt lakari.

Norrænu velferðarsamfélögin koma vel út  úr öllum slíkum samanburði á lífsgæðum milli þjóða, enda lífskjaraskiptingin með jafnara móti þar.

Félagslegur hreyfanleiki er líka meiri í jafnari samfélögum, þar er auðveldara að vinna sig upp í samfélaginu.

Hér er fyrirlestur Wilkinsons, sem tekur aðeins um 15 mínútur.

 

Hér er svo mögnuð grein eftir Nóbelsverðlaunahafann í hagfræði, Joseph Stiglitz, um ójöfnuðinn í Bandaríkjunum, sem hann skrifar í New York Times dag. Tilefnið er að 50 ár eru nú liðin frá flutningi hinnar áhrifamiklu ræðu Martins Luther King, “I have a Dream” í Washington.

Stiglitz finnst lítt hafa miðað í að bæta bandaríska samfélagið á þessum tíma. Raunar hafi orðið afturför á sumum sviðum, ekki síst vegna aukins ójafnaðar eftir 1980, þegar frjálshyggjan var leidd til öndvegis. Staða svartra og spönskumælandi innflytjenda versnaði svo umtalsvert til viðbótar í kreppunni frá 2008.

 

Síðasti pistill: Sífellt fleiri neita sér um læknisþjónustu

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar