Fimmtudagur 29.08.2013 - 08:25 - FB ummæli ()

Flugvöllinn á landfyllingu í Skerjafirði

Það hefur færst nokkur hiti í flugvallarmálið undanfarið, með undirskriftarsöfnun sem vill festa flugvöllinn í Vatnsmýri til framtíðar.

Mikill stuðningur við áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri er þó til marks um mikilvægi nálægðar flugvallarins við miðborgina.

Þess vegna kemur ekki til greina að flytja millilandaflugið til Keflavíkur. Völlurinn þarf að vera nær. Hólmsheiði kemur til greina, en hefur samt flugtæknilega galla, sem takmarka notkunargildið.

Þá er það kosturinn sem sameinar markmið allra: Flytja flugvöllinn á uppfyllingar í Skerjafirðinum. Það er kostur sem var kannaður í undirbúningi flugvallarkosningarinnar 2001 og sem sérfræðingahópur stjórnvalda fjallaði einnig um árið 2007. Hann er alvöru möguleiki.

Screen shot 2013-08-29 at 8.07.13 AM

Flugvöll á Lönguskerjum má þróa í áföngum. Fyrst færi ein braut yfir á fallegar uppfyllingar í Skerjafirði, eins og á myndinni – og svo restin síðar.

Einnig mætti nota framkvæmdina til að tengja miðborgarsvæðið við Kópavog og/eða Álftanes. Það myndi bæta virkni höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur er því mjög áhugaverður kostur á þessum stað.

Væri þetta ekki of dýrt?

Þetta kostar en verðmæti byggingalandsins sem losnar er hins vegar mun meira. Þetta væri því arðbær framkvæmd.

Er þetta ekki of mikil framkvæmd fyrir okkur eymingjana?

Ef menn skoða uppfyllingarnar sem hafa verið gerðar á Grandagarði sjá þeir að uppfyllingar undir flugvöll í Skerjafirði eru engin risaframkvæmd.

Setjum framtíðarstefnu flugvallarmálsins á  Skerjafjörð og þá fá allir þá lausn sem þeir vilja.

Flugvöllurinn verður áfram við hjarta borgarinnar og glæsilegt nýtt land fæst til að byggja nýja hágæða miðborgarbyggð í Vatnsmýri.

 

Síðasti pistill: Hvernig ójöfnuður skaðar samfélagið

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar