Fimmtudagur 19.09.2013 - 19:07 - FB ummæli ()

Bylting í Vatnsmýri

Nú berast fregnir af því að samningar hafi tekist milli bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu hátækniseturs innan Vísindagarða HÍ, sem muni hýsa höfuðstöðvar Alvogen.

Það er Róbert Wessman sem stýrir Alvogen, en heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna.

Þetta eru mikil tímamót í þróun þekkingariðnaðar hér á landi og sérstaklega mikilvægt skref fyrir uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands (sjá hér).

Hugmyndir um stofnun Vísindagarða HÍ, sem vettvangs fyrir samstarf milli háskólans og þekkingarfyrirtækja, þróuðust á árunum 2001 til 2003. Þá var lokið við fyrstu útfærslu á deiliskipulagi svæðisins vestan við byggingu Íslenskrar erfðagreiningar. Síðan þá hefur lítið gerst fyrr en nú, er þetta stóra skref er stigið til að gera hugmyndina um vísindagarða HÍ að veruleika.

Mér er þetta sérstaklega hugleikið því ég var formaður Húsnæðis- og skipulagsnefndar HÍ, sem mótaði stefnuna um Vísindagarða  HÍ og fyrsta deiliskipulag svæðisins sem lokið var við árið 2003. Hugmyndir að vísindagarðaverkefninu voru sóttar til þekkingarþyrpinga í Bandaríkjunum og í Skandinavíu, sérstaklega í Finnlandi og Svíþjóð.

Finnar og Svíar lögðu sérstaklega mikla áherslu á þróun þekkingarhagkerfisins eftir kreppuna sem þeir lentu í upp úr 1990 og voru þekkingarþyrpingar við háskóla stór þáttur í þeirri þróun. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar ættum að leggja miklu meiri áherslu á nýsköpun á þessu sviði, frekar en gamaldags málmbræðslur.

Dagur B. Eggertsson hjá Reykjavíkurborg sýndi þessu verkefni mikinn áhuga frá fyrstu tíð og landar því nú með aðstoð Róberts Wessmans og Hilmars B. Janussonar hjá Vísindagörðum HÍ. Þeim og samstarfsfólki þeirra ber að þakka.

Vonandi verður þetta mikilvæga skref til þess að glæða frekari elda nýsköpunar í íslenska þekkingarhagkerfinu. Ekki veitir okkur af.

Screen shot 2013-09-19 at 6.55.58 PM

Skipulagsmynd af svæði Vísindagarða Háskóla Íslands

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar