Föstudagur 13.12.2013 - 17:19 - FB ummæli ()

Fjárlögin – þrennt gott, eitt slæmt

Eftir klaufalegan útafakstur í frágangi fjárlaga til annarrar umræðu síðustu daga er stjórnin að sigla í höfn, þó ekki verði allir ánægðir.

Margt má segja um fjárlögin, bæði gott og slæmt. Ég ætla þó einungis að nefna þrjú góð atriði og eitt slæmt.

Það er auðvitað gott að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins á næsta ári. Vonandi heldur það. Fyrri rikisstjórn lyfti grettistaki er hún lækkaði hallann úr meira en tvö hundruð milljörðum og niður í rúma 20 milljarða. Nú verður lokið við þau ca. 10% af verki vinstri stjórnarinnar sem óklárað var.

Það er auðvitað líka gott að fjárveitingar til Landsspítalans og annarrar heilbrigðisþjónustu skuli auknar um fjóra milljarða eða svo. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra má vel við una, eftir þau miklu mistök sem blöstu við í upphaflegu fjárlagafrumvarpi – og leiddu til afsagnar Björns Zoega forstjóra LHS.

Það er líka gott að ríkisstjórnin ætlar að standa við loforðið um að minnka umtalsvert skerðingar á tekjutryggingu almanatrygginga og ver til þess um fimm milljörðum. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra má vel við una að halda því inni, í þeim atgangi sem verið hefur.

Það sem mér finnst slæmt er að ríkisstjórnin ætli að lækka vaxtabætur vegna húsnæðisskulda. Það voru að vísu góð umskipti að falla frá hugmyndum Sjálfstæðismanna og Vigdísar Hauksdóttur um að lækka barnabætur, en það er með öllu ótímabært að lækka vaxtabæturnar nú.

Lækkun vaxtabóta vinnur gegn markmiðum nýju skuldalækkunarúrræðanna. Nær hefði verið að gefa svolítið aukalega í vaxtabæturnar.

Kanski verður hægt að draga úr niðurskurði þeirra í þriðju umræðu?

 

Flétta Sjálfstæðismanna

Framsóknarmenn vita að Sjálfstæðismenn hafa alla jafna lítinn sem engan áhuga á auknum velferðarútgjöldum. Þess vegna reyna þeir oft að klípa til baka það sem þeir þurfa að gefa eftir.

Þeir samþykktu með semingi að Framsókn fengi að lækka skuldir heimila um 80 milljarða. En svo líður Sjálfstæðismönnum betur með því að í staðinn sé tekið svolítið af vaxtabótum sem gagnast einkum þeim heimilum sem eru í versta skuldavandanum.

Þetta er dæmigerð flétta Sjálfstæðismanna: gefa með annarri hendi – en taka svo til baka með hinni.

Framsókn þarf að vara sig á þessari taktík Sjálfstæðismanna og sækja fram af festu á velferðarvaktinni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar