Mánudagur 20.01.2014 - 21:50 - FB ummæli ()

Dagur vill meiri nýsköpun í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hefur skýra framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Hann leggur áherslu á nýsköpun og þekkingarhagkerfið, bætt skipulag, velferðar- og húsnæðismál.

Í dag var undirritað samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Landsspítalans, Samtaka sveitarfélaga og Háskólans í Reykjavík um að þessir aðilar muni vinna saman að uppbyggingu nýsköpunar og þekkingarfyrirtækja á Vatnsmýrarsvæðinu.

Hugmyndin er komin frá erlendum borgum sem hafa náð góðum árangri í að skapa þekkingarhagkerfinu frjótt umhverfi í samspili háskóla, fyrirtækja og borgarinnar. Miðborgarumhverfi með háskólum og rannsóknarstofnunum er ákjósanlegur kostur fyrir slíka þróun.

Það eina sem vantar í myndina er öflugt frumkvöðlasetur, sem fóstrar frumkvöðla og sprotafyrirtæki og hjálpar við að koma þeim á legg. Það hlýtur að vera næst á dagskrá þessa athyglisverða samstarfsvettvangs.

Bygging nýsköpunar- og þróunarseturs Alvogen lyfjafyrirtækisins er þegar hafin á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands, skammt frá Íslenskri erfðagreiningu og Náttúrufræðahúsinu Öskju. Boltinn er því farinn að rúlla…

Ég hef fylgst með þessum málaflokki um árabil og veit að Dagur B. Eggertsson hefur meiri skilning á mikilvægi hans en flestir aðrir í stjórnmálunum.

Það er því gott fyrir þennan málaflokk að Dagur B. Eggertsson haldi um stjórnvölinn hjá borginni.

Fátt er brýnna en að auka nýsköpun og þekkingarbúskap hátæknigreina í Reykjavík.

Það er atvinnuþróun framtíðarinnar.

 

Síðasti pistill: Stórmerk bók Guðrúnar Johnsen um hrunið

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar