Þriðjudagur 21.01.2014 - 15:41 - FB ummæli ()

Hvað þarf til að kaupmáttur aukist á árinu?

Kjarasamningurinn fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 2,8% almennri kauphækkun. Hann er kallaður “kaupmáttarsamningur” og sagður vera að “skandinavískri fyrirmynd”.

Hvað þarf til að samningurinn skili skandinavískri kaupmáttaraukningu á árinu sem framundan er?

Jú, verðbólgan á árinu þarf að vera minni en kauphækkunin, þ.e. minni en 2,8%.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og hefur það einungis einu sinni náðst frá aldamótum.

Ef þetta verðbólgumarkmið næst nú verður kaupmáttaraukning um 0,3% á árinu.

Það er lítil sem engin kaupmáttaraukning.

Skandinavískir kjarasamningar hafa skilað að jafnaði um 2% kaupmáttaraukningu á ári síðustu tvo áratugina, þ.e. í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.

Til að ná skandinavískri kaupmáttaraukningu í ár (um 2%) þyrfti verðbólgan hér á landi að vera um 0,8%.

Það hefur aldrei gerst á síðustu 60 árum lýðveldissögunnar!

Það virðist þurfa kraftaverk til að skandinavísk útkoma verði úr fyrirliggjandi kjarasamningum.

 

Síðasti pistill: Stórmerk bók Guðrúnar Johnsen um hrunið

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar