Föstudagur 18.04.2014 - 20:27 - FB ummæli ()

Útvarpsstjóri slær í gegn

Magnús Geir Þórðarson kemur sterkur inn í embætti útvarpsstjóra á RÚV.

Hann virðist hafa heilbrigð sjónarmið og mikinn metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins.

Það hefur vakið athygli hversu rösklega hann gengur til verks og skiptir að mestu um framkvæmdastjórn miðilsins á einu bretti, yngir upp og fjölgar konum í æðstu embættum.

Ekki síður hefur það vakið athygli að honum virðist takast að framkvæma breytingarnar á farsælan hátt. Varla er hægt að segja að hann sé að ráða stórpólitískt fólk í lykilstöður, eins og stöðu fréttastjóra. Margir óttuðust slíkt, en þar tekur við ung kona sem virðist hafa ágætt faglegt tilkall til embættisins. Kröftugur menningarmaður verður dagskrárstjóri á Rás 1.

Það er að heyra að starfsfólk sé almennt ánægt með umskiptin og fyrri stjórnendur, eins og fyrrverandi fréttastjóri, munu í einhverjum tilvikum gegna öðrum verkefnum á vegum RÚV.

Vonandi boðar þetta góðan og þróttmikinn rekstur á Ríkisútvarpinu öllu. Það er stofnun sem þjóðin metur mikils og sem skiptir miklu máli. Keppinautarnir skipta auðvitað líka miklu máli og vonandi búa stjórnvöld þeim viðunandi samkeppnisstöðu til framtíðar.

Í lokin langar mig að koma á framfæri einni tillögu til nýrra tæknistjórnenda á RÚV, frá dyggum áhorfanda. Í útsendingum sjónvarpsins er full mikill munur á styrkleika hljóðs, milli talmáls og hljóðstefa. Þannig eru t.d. hljóðstef í fréttum of hátt stillt miðað við talmálið á milli. Væri ekki hægt að jafna þetta svolítið?

Einnig er hljóðið á auglýsingatímum of hátt stillt miðað við almennan útsendingarstyrk.  Miklar sveiflur í hljóðstyrk í útsendingunni eru svolítið amatöralegar – a.m.k. í samanburði við erlendar stöðvar…

 

 Síðasti pistill: Hólmsteinn fúskar um fátækt

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar