Fimmtudagur 12.06.2014 - 23:58 - FB ummæli ()

Vinstri stjórnir í 3 af 5 stærstu bæjum landsins

Menn hafa sumir gert mikið úr því að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í meirihluta nokkurra stórra bæjarfélaga (Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Hafnarfirði). Allt eru þetta þó gömul vígi flokksins, nema helst Hafnarfjörður.

Í sumum slíkra bæja missti Sjálftæðisflokkur nokkurt fylgi og tapaði reyndar talsverðu á Seltjarnarnesi – gömlu stórvígi sínu.

Sigur miðju og vinstri manna var hins vegar talsverður í þessum kosningum.

Nú er ljóst orðið að vinstri-og-miðjumenn stjórna þremur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins næsta kjörtímabilið: Reykjavík, Reykjanesbæ og Akureyri.

Oft hafa þetta verið sterk vígi Sjálfstæðisflokksins. En ekki nú.

Í þessum þremur sveitarfélögum býr nær helmingur íbúa landsins.

Vinstri og miðjumenn stjórna reyndar víðar, þannig að þeir stýra nú sveitarfélögum þar sem meirihluti þjóðarinnar býr.

Vinstri menn hafa sjaldan verið jafn áhrifamiklir í stærstu sveitarfélögum landsins og nú er.

Það eru tíðindi!

Síðasti pistill: Kynlegar villur Hannesar Hólmsteins

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar