Færslur fyrir ágúst, 2014

Sunnudagur 31.08 2014 - 22:17

Neytendur búa til störfin – ekki þeir ríku

Það er ríkjandi klisja í nútímanum að þeir ríku skapi flest störfin í samfélaginu, með auði sínum og fjárfestingum. Íslenskir frjálshyggjumenn, hinar fáklæddu klappstýrur auðmanna, kyrja þetta í sífellu. Þeir segja að ekki skipti máli hvað auðmenn, millistéttin og verkalýðsstéttin fái í sinn hlut, heldur skipti mestu að verðlauna “þá sem baka þjóðarkökuna” (og þá […]

Laugardagur 23.08 2014 - 11:12

Metnaðarleysi í skattamálum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, vill einfalda virðisaukaskattkerfið: Lækka efstu álagninguna (úr 25,5% í 24,5%), en hækka á móti matarskattinn (úr 7% í 11% eða  jafnvel 14%) Þetta myndi hækka verð matvæla á Íslandi, sem er þegar eitt það hæsta í heimi. Er þetta það sem brýnast er að gera í skattamálum? Er þetta gott fyrir […]

Þriðjudagur 19.08 2014 - 22:26

DV-menn höfðu rétt fyrir sér

Ég hef ekki skrifað um lekamálið, en fylgst með úr fjarska. Sumt hefur mér þótt skrítið við framvindu málsins, ekki síst það sem hefur snúið að ráðuneytinu. Það vakti hins vegar athygli mína hversu staðfastir DV-menn voru í umfjöllunum sínum um málið, þrátt fyrir að oft væri harkalega að þeim vegið. Sjálfstæðismenn og vildarvinir þeirra sökuðu […]

Miðvikudagur 13.08 2014 - 20:14

Smá abstraktúr

Hér er smá tilraun í abstract ljósmyndun. Þetta er ný sería í myndagalleríi mínu á netinu. Myndirnar eru teknar í París, í La Defence hverfinu, Pompidou listamiðstöðinni og við Canal Saint-Martin. Smellið á myndina til að sjá galleríið.   Hér er tengill á myndasafnið allt: Gallerí   Ég vara ykkur svo við síðasta pistli mínum! […]

Laugardagur 09.08 2014 - 10:32

“Hið ógeðslega samfélag” frjálshyggjunnar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er glöggur og heiðarlegur maður. Ég ber yfirleitt virðingu fyrir því sem hann skrifar – þó ég sé honum oft ósammála. Ég held hann vilji Íslandi vel. Styrmir var lykiláhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum til áratuga, vann flokknum heilt og beitti sér og Morgunblaðinu í þágu hans og þeirra hugsjóna (og hagsmuna) […]

Þriðjudagur 05.08 2014 - 21:39

Finnst þér matur ekki nógu dýr á Íslandi?

Það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort hækka beri matarskattinn eða ekki. Þetta snýst um virðisaukaskattinn á innlenda matvöru. Framsóknarmenn óttast að hækkun matarskattsins bitni sérstaklega illa á lágtekjufólki. Það er rétt hjá þeim. Matvæli bera í dag lægri virðisaukaskatt en flestar aðrar vörur, eða 7% í stað 25,5%. Lægra álagningarþrepið á matvæli var á […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar