Fimmtudagur 04.09.2014 - 21:50 - FB ummæli ()

Fátæk börn á Íslandi

Á morgun mun ég flytja erindi á norrænni ráðstefnu um velferðarmál, sem haldin er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og velferðarráðuneytisins. Ég verð þar í góðum hópi sérfræðinga, innlendra sem erlendra.

Viðfangsefni mitt er  fátækt barnafjölskyldna á Íslandi og mun ég sýna nokkrar ólíkar mælingar á umfangi fátæktar hjá þeim hópi og reifa skýringar á útkomu Íslands.

Almennt er fátækt frekar lítil á Íslandi. Umfangið er þó svolítið háð því hvaða mæling er notuð.

Á suma mælikvarða er minni fátækt á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, en á aðra er hún meiri hér. Vega þarf og meta hvað ólík gögn segja okkur. Síðan drögum við ályktanir af heildarmyndinni.

Eitt af því sem ég mun sýna á ráðstefnunni eru nýleg gögn frá OECD um barnafátækt, meðal annars það sem er á myndinni hér að neðan.

Þar er sérstaklega athyglisvert að fátækt meðal einstæðra foreldra er markvert meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, en það sama á ekki við um fátækt meðal hjóna sem eru með börn á heimilinu, einkum ef bæði eru útivinnandi.

Örin sýnir hvar Ísland er á myndinni og rauði hringurinn sýnir hvar einstæðir foreldrar á Íslandi eru í samanburðinum (mun hærri en hjá hinum norrænu þjóðunum).

Slide1

Þessi útkoma fyrir einstæða foreldra er þrátt fyrir það, að velferðarkerfið gerir tiltölulega vel við einstæða foreldra, samanborið við hjón með börn.

Sérstaklega athyglisvert er að rúmur fjórðungur einstæðra foreldra sem vinna fulla vinnu er samt undir fátæktarmörkum. Þar gætir bæði lágra launa í sumum tilvikum og lítils stuðnings velferðarkerfisins ef fólk hefur launatekjur lítillega fyrir ofan fátæktarmörkin, meðal annars vegna tekjutengingar barnabóta.

Stuðningur velferðarkerfisins við hjón með börn er markvert minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, jafnvel þó viðkomandi séu með tiltölulega lágar tekjur.

Staða einstæðra foreldra er hins vegar það sem stendur öðru fremur út úr, sem viðfangsefni til að taka á hér á landi.

Forsenda þess að eignast húsnæði eða reka sig á leigumarkaði er til dæmis alla jafna sú, að tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Öðru vísi er það mjög erfitt. Einstætt foreldri sem á að standa sig í þeim aðstæðum þarf að hafa verulega góð laun eða njóta meiri stuðnings frá velferðarkerfinu en nú er.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar