Mánudagur 20.10.2014 - 17:02 - FB ummæli ()

Hnignun heilsugeirans – verður eitthvað gert?

Alvarleg hnignun heilbrigðisþjónustunnar er ein af afleiðingum hrunsins.

Við Íslendingar vorum áður með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Vorum nálægt toppi norrænna og vestur evrópskra heilbrigðisgeira hvað útgjöld á mann snerti. Árangur  heilbrigðisþjónustunnar var með besta móti.

Frá um 2003 til hruns var þó verið að draga saman útgjöld til heilbrigðismála jafnt og þétt og leita aukinnar hagræðingar. Síðan kom hrunið og blóðtakan úr heilbrigðisþjónustunni stórjókst.

Við sitjum nú uppi með afleiðingarnar. Óbætanlegt tjón gæti orðið.

Fréttir af þessum vettvangi eru nær eingöngu slæmar: Versnandi aðstaða, minnkandi þjónusta, lengri biðtími, aukin gjaldtaka af sjúklingum. Ísland er ekki lengur samkeppnishæft á þessu sviði.

Mikils metnir læknar sem hafa forystu á sínum fagsviðum hafa hver á eftir öðrum varað við, að afleiðinganna fari að gæta í verra heilsufari þjóðarinnar.

Ekkert virðist þó gerast – rétt eins og þessir læknar og aðrir sérfræðingar séu ekki málsmetandi fólk.

Maður hefði viljað sjá alla stjórnmálaflokka sýna skilning á vandanum og taka málið á dagskrá – í fullri alvöru.

Íslendingar voru fámenn og fátæk  þjóð er Landsspítalinn var byggður. Nú er ríkidæmi þjóðarinnar mikið og einfaldlega spurning um forgangsröðun.

Á markmiðið að vera eingöngu að gera þá ríku ríkari eða að bæta hag alls almennings og sameiginlega þjónustu í heilbrigðis- og menntamálum? Ég gef mér að meirihluti sé fyrir seinna markmiðinu.

Það þarf að móta trúverðuga stefnu um að snúa þróuninni við sem allra fyrst. Leggja fram ítarlega tímasetta áætlun um enduruppbyggingu og úrbætur, ásamt vandaðri útfærslu á því hvernig greiða eigi fyrir endurreisnina. Aukin notendagjöld eru ekki ásættanleg leið.

Ekkert er þjóðinni mikilvægara en traust og gott heilbrigðiskerfi.

Stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða að rísa undir nafni og sýna að þeir geti gert eitthvað gagnlegt á þessu sviði.

Sýna að þeir vilji virkilega gera eitthvað í málinu.

 

Síðasti pistill: Rónar gegn áfengisböli?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar