Færslur fyrir mars, 2015

Mánudagur 23.03 2015 - 12:00

Er ný launastefna tímabær?

Í febrúar árið 1986 skrifaði ég opnugrein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni “Ný launastefna – Hvers vegna Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða” (sjá greinina neðst á þessari síðu). Þar var lagt út af þeirri staðreynd að grunnlaun voru óvenju lág á Íslandi, miðað við ríkidæmi þjóðarinnar (þjóðarframleiðslu á mann). Sömuleiðis var vinnutími hér afar […]

Föstudagur 13.03 2015 - 12:50

Lítil stjórnviska

Afgreiðsla ESB-málsins í gær er undarleg og ber ekki vott um mikla stjórnvisku þeirra sem að standa. Reynt er að stilla málinu upp eins og það sé afgreitt, búið og gert erlendis. Ísland sé ekki lengur umsóknarríki hjá ESB, án þess að Alþingi sem tók upphaflega ákvörðun um aðildarumsókn komi að málinu. En svo segir utanríkisráðherra […]

Miðvikudagur 11.03 2015 - 16:29

Viðskiptablaðið afbakar frétt – í áróðursskyni

Í fyrradag var frétt í Viðskiptablaðinu um könnun á afstöðu almennings til einkavæðingar RÚV og fleiri opinberra stofnana (sjá hér). Megin niðurstaða könnunarinnar var sú, að meirihluti kjósenda er andvígur einkavæðingu Landsbankans, Landsvirkjunar og RÚV. Í tilviki Landsvirkjunar voru einungis um 13% hlynnt því að ríkið selji eignarhlut sinn og um 29% voru fylgjandi því […]

Laugardagur 07.03 2015 - 15:53

InDefence: Þrotabúin bæti tjónið

InDefence hópurinn er kominn á vaktina á ný. Þessi hópur gegndi mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn Icesave, sem eigendur Landsbankans stofnuðu til, eftir að bankinn stefndi í þrot á árunum 2006 og 2007. Það tiltæki Landsbankamanna lagði mikla áhættu á þjóðarbúið íslenska, eins og allir vita. Það fór þó á endanum betur en á horfðist. […]

Miðvikudagur 04.03 2015 - 10:58

Krossinn í Colosseum

Colosseum í Róm, sem með réttu heitir Flavíska hringleikahúsið, er eitt mikilvægasta tákn borgarinnar fyrr og síðar. Það er í senn tákn um mikilfengleika rómverskrar byggingarlistar og grimmd menningarinnar sem ríkti á gullöld Rómar. Á sviði hringleikahússins voru settar upp stórfenglegar sýningar, en frægast er það líklega fyrir hina blóðugu leika þar sem skylmingarþrælum og […]

Sunnudagur 01.03 2015 - 16:44

Staðan í stjórnmálunum

Styrmir Gunnarsson skrifar að mörgu leyti athyglisvera grein um tilvistarkreppu hefðbundnu stjórnmálaflokkanna í Morgunblaðið í dag. Meginboðskapur Styrmis er sá, að hefðbundnu flokkarnir séu allir í sömu tilvistarkreppunni og hafi misst tengslin við grasrótina. Það er rétt að hluta, eins og ég benti einnig á í viðtali við Egil Helgason á RÁS 1 um daginn. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar