Þriðjudagur 22.03.2016 - 14:02 - FB ummæli ()

Kári með drottningarstæla

Það er fyndið þegar Kári Stefánsson segir RÚV vera með drottningarstæla.

Staðreyndin er nefnilega sú, að það er hann sjálfur sem öðrum fremur er með drottningarstæla!

RÚV bauð honum að vera á pallborði á áhugaverðum borgarafundi um heilbrigðismál í Háskólabíói í kvöld – sem einnig verður í beinni útsendingu.

Auðvitað hefði Kári átt að vera þar og taka þátt í umræðunni, eftir hið góða framtak hans með undirskriftarsöfnun, tækjagjöf og ágætri annarri baráttu fyrir umbótum í heilbrigðisþjónustunni.

Enda bauð RUV honum að vera þar í öndvegi.

En Kári var með drottningarstæla. Bjó til mál um það að honum væri ekki réttilega til sætis skipað á pallinum.

Hann sætti sig ekki við að vera á borði með sérfræðingum um heilbrigðismál. Vildi heldur vera í hópi stjórnmálamanna.

„Who cares“ – myndu rappararnir segja!

Það er bara fyrir sérfræðinga í snobbi að ráða í mikilvægi þeirrar sætaskipanar sem í boði var og hvers vegna Kári styggðist við og afþakkaði boðið. Skiptir þó litlu máli, en samt hefði verið fengur af því að hafa hann með í umræðunni.

Þetta er raunar algengt hjá Kára. Hann er með stórt egó og ruddalega samskiptahætti á köflum. Sumir kalla þetta hroka. Slíkt getur þó haft skemmtigildi, ef það er ekki tekið of alvarlega.

Menn ættu því bara að brosa að hinum drottningarlegu leiksýningum sem hann annað slagið setur á svið.

Kanski Kári verði þrátt fyrir allt með uppistand á gólfinu í salnum í kvöld og taki nokkrar sveiflur í umræðunni…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar