Fimmtudagur 23.06.2016 - 16:44 - FB ummæli ()

Halla og Davíð auglýsa mest

Það er áberandi hversu mikið Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson auglýsa í baráttunni um forsetaembættið.

Bæði eru mjög mikið með keyptar auglýsingar:  á prenti, í sjónvarpi, á strætóskýlum og á netinu.

Auk þess hefur Morgunblaðinu verið beitt í ríkum mæli til að styðja framboð Davíðs, með miklum tilkostnaði.

Kosningabaráttan er því  væntanlega langdýrust hjá Höllu og Davíð.

Það er hins vegar skemmtilegt að sjá, að Guðni Th. Jóhannesson er mjög hófsamur í auglýsingum.

Samt nær hann miklu meiri árangri en þau sem mest auglýsa.

Aðrir þættir en skrautmálaðar auglýsingar ráða sem betur fer úrslitum.

Það er heilbrigðara þannig.

 

Síðasti pistill:  Guðni sameinar þjóðina

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar