Sunnudagur 21.08.2016 - 12:23 - FB ummæli ()

Eygló stendur vaktina

Það vakti athygli í vikunni að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálaáætlunar núverandi ríkisstjórnar, sem nota bene er fyrir árin 2017 til 2021.

Sjálfstæðismenn hafa brugðist sérstaklega harkalega við og sumir kallað eftir afsögn Eyglóar.

Ástæða fyrirvara Eyglóar um málið er sú, að hún telur áætlunina ekki sinna nógu vel þeim markmiðum að bæta hag lífeyrisþega og barnafjölskyldna.

Og það er alveg rétt hjá Eygló. ASÍ hefur einnig tekið sömu afstöðu til málsins.

En hvers vegna er allur þessi stormur út af þessu máli?

Á núverandi ríkisstjórn að móta stefnu í fjármálum fyrir næstu ríkisstjórn, sama hverjir þar sitja?

Það er þá nýtt! Og stríðir gegn leikreglum lýðræðisins.

Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms samþykkti á síðasta valdaári sínu fjárfestingaráætlun fyrir árin 2013 til 2015. Að mörgu leyti gott plagg með vænlega uppbyggingarstefnu.

Núverandi ríkisstjórn sendi því máli hins vegar langt nef er hún tók við völdum árið 2013 og jafnvel hæddist að þeirri stefnu sem þar var boðuð. Hafnaði áætluninni.

Þannig verður væntanlega með næstu ríkisstjórn líka. Hún mun ekkert gera með fjárhagsáætlun Bjarna Benediktssonar og stjórnarinnar – nema þá hugsanlega ef sama stjórn situr áfram.

Núverandi ríkisstjórn á ekki að geta bundið hendur næstu ríkisstjórnar í fjármálum. Fjárveitingavaldið er í höndum Alþingis og nýr meirihluti þar fer sínu fram. Það eru leikreglur lýðræðisins.

Eygló gerði því hárrétt er hún setti fram fyrirvara sína gagnvart þessari fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils.

Sérstaklega af því hún hafði rétt fyrir sér um skakkar áherslur sem þar er að finna.

Eygló hefur því áfram staðið velferðarvaktina með sóma.

Hins vegar hefur þetta mál varpað ljósi á þá fyrirstöðu sem velferðarmálin gjarnan mæta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins.

 

Síðasti pistill:  Fjármagnshöftum létt af efnafólki

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar