Færslur fyrir október, 2016

Sunnudagur 30.10 2016 - 23:11

Hvað er í kortunum?

  Niðurstaða kosninganna í gær var nokkuð tvíátta. Lítum fyrst á hvernig sveiflan á fylgi var hjá þeim sem komust á þing, á myndinni hér að neðan. Hún sýnir breytingar á fylgi þingflokkanna, í prósentustigum. Viðreisn bætti mestu við sig, fór úr 0 í 10,5%. Píratar bættu næstmestu við sig, eða um 9,4 %-stigum (úr […]

Fimmtudagur 27.10 2016 - 10:17

Pólitískur möguleiki?

Menn velta nú fyrir sér mögulegum stjórnarmynstrum. Kannanir hafa bent til að hugsanlega nái stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir nægum meirihluta – og þeir ræða það sín á milli. Það er þó ekki í hendi enn. Þá kemur allt í einu upp þessi pólitíski ómöguleiki, sem er krafa Pírata um stutt kjörtímabil og höfuðfókus á setningu nýrrar stjórnarskrár. […]

Sunnudagur 23.10 2016 - 15:14

Sveiflur á fylgi og framtíð Fjórflokksins

Frá hruni hafa orðið miklar sviftingar í íslenskum stjórnmálum. Fram að hruni hafði nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins verið við völd, í minnst þrjú kjörtímabil samfleytt. Framsóknarflokkurinn tók við henni nánast gagnrýnilaust á þeim tíma. Flestir tengdu hrunið við þessi nýfrjálshyggjuáhrif, óhefta markaðshyggju og afskiptaleysisstefnu ríkisvaldsins (sjá hér). Strax í kjölfar hrunsins varð mikil sveifla til vinstri, sem […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 13:01

Á Viðskiptaráð að stýra stjórnvöldum?

Viðskiptaráð slær aldrei af í hagsmunabaráttu sinni í þágu atvinnurekenda og fjárfesta. Þeir eru ásamt Samtökum atvinnulífsins (SA) öflugustu talsmenn nýfrjálshyggju og forréttinda fyrir ríkasta eina prósentið á Íslandi. Þessir aðilar senda nánast vikulega frá sér síbyljuáróður um eigin hagsmuni og stefnu, sem þeir vilja að stjórnmálamenn þjóni. Viðskiptaráð vill sem sagt fá að stjórna […]

Mánudagur 10.10 2016 - 12:17

Eignaskiptingin á Íslandi – lök staða lægri hópa

Hagstofan birti í vikunni nýjar tölur um þróun og skiptingu eigna á Íslandi, frá 1997 til 2015, samkvæmt skattframtölum. Tölurnar sýna að eignaskiptingin er talsvert ójafnari árið 2015 en hafði verið í byrjun tímans. Hreinar eignir (eignir umfram skuldir) ríkustu tíu prósentanna jukust gríðarlega í aðdraganda hrunsins. Skuldastaða þeirra eignaminnstu (sem skulda meira en þeir […]

Miðvikudagur 05.10 2016 - 13:44

Mikilvæg loforð Samfylkingar

Það sem af er kosningabaráttunni hefur Samfylkingin tekið afgerandi afstöðu í velferðarmálum. Þetta er áherslubreyting frá kosningunum 2013, þegar Samfylkingin lagði meiri áherslu á stöðugleika og aðild að ESB. Þannig hefur Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnt kröftuga áherslu á heilbrigðismál, lífeyrismál, fjölskyldumál (hækkun barnabóta og útrýming barnafátæktar) og í gær kynnti hún nýtt loforð í […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar