Þriðjudagur 04.06.2019 - 08:24 - Rita ummæli

STJÓRNLAUS VANDI MEÐ VESPURNAR!

Skjáskot með frétt á mbl.is

Margsinnis hefur verið bent á þessa hættu og er þetta dæmi sönnun þess að stutt er í mjög alvarlegt slys af völdum vespa sem bruna um göngustíga á miklum hraða. Vespufárið er orðið skelfilegt og stjórnlaust og skrifast á aðgerðleysi yfirvalda sem bregðast ekki við þessum vanda sem margir hafa bent á.

Óskoðaðar í misjöfnu ástandi, oft verið að taka of marga farþega og á öllum göngustígum sem virða oftast nær engar reglur er staðreynd um að yfirvöld og lögreglan hafa misst málið úr höndum sínum og ráða ekki við vandann.

Eina leiðin er að breyta löggjöfinni strax, skylda kennslu og réttindapróf á vespur, auk þess að þær séu skráðar og skoðaðar. Einnig þarf að gera reglur um lágmarks öryggis- og varnarbúnað líkt og er með bifhjólamenn. Reiðhjólamenn er hiklaust undir smásjá um að vera um stíga í sátt við gangandi og hjólandi en svo sjáum við svona dæmi sem eru ansi mörg – bara ekki verið fest á filmu áður!

Hér á mbl.is má sjá frétt um alvarlegt dæmi!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar