Færslur fyrir ágúst, 2018

Miðvikudagur 29.08 2018 - 14:36

KÍKTU INN, ÞAÐ ER ÓLÆST…

    Í sveitinni eru útidyrnar alltaf ólæstar. Þegar gesti ber að garði þá er drepið á dyr, hurðin er opnuð og kveðja köstuð svo vel heyrist. Ef einhver er heima er sest niður og allar heimsins fréttir úr sveitinni skauta fram með kaffisopa og kruðerí. Ef engin er heima þá lokar maður hurðinni, setur […]

Fimmtudagur 23.08 2018 - 13:16

REYKJAVÍK OG HONG KONG

Í allri umræðunni um húsnæðisvanda í Reykjavík, brjáluðu leiguverði, og lóðabrask borgarstjóra við auðmenn, að ekki sé nú minnst á stóran og fjölgandi hóp heimilislausra sem telur einnig námsmenn í miklum vanda – sofandi úti og á göngum háskóla, er vert að spyrja hvort Reykjavík sé Hong Kong norðursins? Sjá myndband HÉR

Mánudagur 20.08 2018 - 15:36

VIÐ ERUM KOMIN Á ÞANN STAÐ

Ein fjölmennasta Menningarnótt Reykjavíkurborgar er að baki. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi verið í miðbænum. Margar góðar skemmtanir og frábært tónlistarfólk gerði kvöldið meðal annars afar ánægjulegt svo ekki sé minnst á veðrið sem var stillt og fallegt. Hin árlega flugeldasýning er mikilfengleg og spennandi er að sjá hvernig hún er […]

Laugardagur 18.08 2018 - 14:34

FÓLKIÐ ÚT Á GRANDA

Út á Granda súnkar sólin í hafið við smáhýsin sem Reykjavíkurborg hefur fyrir heimilislausa. Allt um kring er ljóst að þau eru gleymd. Í raun er ullað á þau – þið eruð ekki memm! Út á Granda er fólkið með jökulinn hjá sér. Hann vakir eins og faðir yfir börnum sínum. Á morgnana býður hann […]

Fimmtudagur 16.08 2018 - 10:18

STOLNAR FJAÐRIR BORGARSTJÓRA

Ánægjulegt að sjá þessa framkvæmd. Það voru þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir þáverandi borgarfulltrúar sem lögðu fram tillöguna á sínum tíma en meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að fresta málinu. Auðvitað eignar borgarstjóri sér heiðurinn af þessu núna, en hið rétta er m.a. tillaga þeirra valkyrjanna og ekki síst þrýstingur frá foreldrafélögum í Breiðholti […]

Þriðjudagur 14.08 2018 - 02:45

Steve Martin leikari 73. ára

Steve Martin á afmæli í dag 14. ágúst. Fyrir 16 árum fannst mér tilvalið að þakka Steve Martin fyrir allt það skemmtilega sem hann hefur gert með kvikmyndum sínum. Steve svaraði um hæl þakklæti sitt fyrir kveðjuna með þessum skemmtilega hætti (sjá mynd). Steve er fæddur í Waco í Texas. Ferill hans í leiklist er […]

Miðvikudagur 01.08 2018 - 22:46

LITLIR SKÍTAPÉSAR Í SUNDI…

Á DV.is segir frá því að Sigurður Sigurðsson skrifstofumaður sé kominn með nóg af kúkalöbbum í sundi og vill sturtuverði:„Þetta er auðvitað algjör viðbjóður og ekki sæmandi.“ Ég hef spurt starfsmenn að þessu og einu svör þeirra er að auka klórmagnið í lauginni til að halda í við óhreint vatnið. Starfsmenn þora ekki lengur að […]

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar