Miðvikudagur 29.08.2018 - 14:36 - Rita ummæli

KÍKTU INN, ÞAÐ ER ÓLÆST…

 

 

Í sveitinni eru útidyrnar alltaf ólæstar. Þegar gesti ber að garði þá er drepið á dyr, hurðin er opnuð og kveðja köstuð svo vel heyrist. Ef einhver er heima er sest niður og allar heimsins fréttir úr sveitinni skauta fram með kaffisopa og kruðerí. Ef engin er heima þá lokar maður hurðinni, setur kannski niður skilaboð á blað um að okkur hafi borið að garði en engin virst vera heima. Biður maður fyrir kveðju til heimilismanna. En, maður lokar ólæstri hurðinni.

Í dag er þetta ekki hægt. Óprútnir aðilar hafa áttað sig á því að íslenskt alþýðufólk til sjávar og sveita er í hörkuvinnu á daginn og treystir því að heiðarleikinn og sú gamla hefð að hafa ólæst, sé höfð í heiðri og þetta traust sé ekki brotið. Nei, nú hafa dökkhærðir erlendir skeggapar herjað í sveitirnar og rænt og ruplað á meðan fólk er við vinnu úti á engjum. Lögreglan sem hingað til hefur haft mestu áhyggjur af sveitaböllum, meting og grobb milli sveitunga og bæjarhluta, og haft góða yfirsýn yfir héraðið, á nú fullt í fangi með að sinna oft glórulausum erlendum ferðamönnum sem annað hvort týnast eða festa sig í forarpitti vegna vankunnáttu og upplýsingaleysis. Ofan á þetta allt bætist á þessa tvo lögreglumenn á vakt – skeggaparnir sem virðast vera erlendir glæpakónar sem nýta sér sakleysi sveitarinnar. Nú þarf að loka öllum gluggum með krækjum, læsa hurðum og öll fylgsni þurfa að vera læst.

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Nú bregður fólk sér ekki af bæ í snatri heldur þarf að tryggja að allt sé læst og lokað. Þökk sé þessum bévítans skeggöpum og þjófalýð sem fer óhindrað inn í landið og skapar sínar eigin reglur og eigin lög.

Ef við værum með virkt landamæraeftirlit og hætt í þessu Schengen-rugli, væri lögreglan búin að hafa upp á þessum þrjótum. En þess í stað þarf að eyða ótrúlegum tíma í að finna þjófana sem líklega ná að komast heim til sín eða úr landi með góssið úr íslenskum sveitum.

Skilaboðin eru því augljós, á meðan landamæraeftirlitið er eins og gatasigti; Kíktu inn, það er ólæst!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar