Þann 13. nóvember 2012 lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi í tveimur liðum varðandi kostnað við málaferli Más Guðmundssonar gegn Seðlabankanum. Þann 31. janúar 2013 barst svar frá þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra: Spurningarnar og svör voru: 1. Hvar var kostnaður Seðlabanka Íslands af málaferlum seðlabankastjóra gegn bankanum? Kostnaður til þessa dags nemur samtals 4.060.825 kr. samkvæmt […]
Kjarasamningar sem undirritaðir voru í lok síðasta árs voru unnir eftir aðferðarfræði sem reynst hefur vel á norðurlöndum. Eitt af markmiðum þessa kjarasamnings var að ná tökum á verðbólgu og ná þannig fram raunverulegum launahækkunum. Til þess að þetta náist er mikilvægt að allir taki höndum saman og vinni sameiginlega að þessu markmiði. Það er ánægjulegt […]
Eftir nokkrar umræður í fjölmiðlum síðustu daga um „hugsanlegar tillögur“ hagræðingarhópsins þá er rétt að árétta að hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar er ekki að skrifa fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014. Við munum því ekki leggja til beinan niðurskurð t.d. til kvikmyndagerðar. Það er ríkisstjórnin og fjármálaráðherra fyrir hönd hennar sem leggur fram fjárlagafrumvarp og hlýtur að vera að […]
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar vinnur nú að tillögum um hvernig hægt sé að hagræða í ríkisrekstri. Liður í þessari vinnu er að kalla eftir ábendingum frá almenningi. Það hefur verið ánægjulegt að sjá að á 9 dögum hefur hópnum borist hátt í 500 ábendingar. Hópurinn vinnur að því að fara yfir þessar ábendingar. Það er rétt að […]
Þegar ég setti upp þessa bloggsíðu hét ég því að hér myndi ég ekki einungis fjalla um pólitík. Við það ætla ég að standa og er þessi færsla hluti af því. Þeir sem eingöngu hafa áhuga á pólitískum færslum ættu því að hætta að lesa núna og fara til baka 🙂 Um páskana fórum við á […]
Í nokkurn tíma hafa verið í gangi athyglisverðar hugmyndir um að taka upp heildarforðakerfi í peningamálum hér á landi. Þessar hugmyndir snúast í grófum dráttum um að einkabankar hætti að búa til innistæður gegn veði og að þetta vald verði í höndum Seðlabanka Íslands sem síðan veiti fjármagni áfram til annarra fjármálastofnanna. Þessar hugmyndir eru kynntar ítarlega […]
Líkt og fram hefur komið er ég staddur ásamt nokkrum ESB andstæðingum í Brussel. Í ferðinni höfum við m.a. kynnt þá miklu andstöðu sem er við ESB aðild á Íslandi, farið yfir stöðu aðildarviðræðanna og leitað svara við ýmsum spurningum sem hafa verið í umræðunni á Íslandi. Svo vill til að á sama tíma og […]
Óska ESB andstæðingum til hamingju með nýjan fréttavef sem var opnaður í dag undir yfirskriftinni Nei við ESB (www.neiesb.is). Með þessu verkefni er ætlunin að sameina fréttir og viðburði undir einu merki. Að þessu verkefni standa Heimssýn, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB, […]
Þetta er fyrsta færslan á þessa nýju bloggsíðu en hér er ætlunin að ég að blogga um hin ýmsu mál. Eðli málsins samkvæmt verður bloggsíðan lituð af stjórnmálum. En lífið er fleira en pólitík og ég ætla að leggja áherslu á að hafa þessa bloggsíðu sem fjölbreyttasta. Fylgist endilega með 🙂 Í þessari fyrstu færslu […]