Hækkun lægstu launa, breytingar á skattkerfinu og aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði eru mikilvægustu baráttumálin í komandi kjarasamingum. Hátt verð á leigumarkaði og skortur á húsnæði fyrir ungt fólk og þá efnaminni eru svartir blettir á velferðarsamfélaginu sem þarf að bæta úr hið bráðasta. Verkalýðshreyfingin hefur endurnýjað forystuna og stéttarfélög stillt saman strengi. […]
Svikalogn hefur ríkt í gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Harkalegt fall krónunnar fyrir skömmu rifjaði þá staðreynd upp að stöðugleiki er nánast ómögulegur á minnsta sjálfstæða myntsvæði í veröldinni. Það eitt að fjárfestingabankinn risavaxni Goldman Sachs ákvað að losa sig við íslenskar krónur orsakaði meðal annars hina miklu lækkun á gengi krónunnar í október, sem varð til þess […]
Fyrir áratug horfðu landsmenn ofan í hyldýpi efnahagslegra hamfara sem eiga sér ekki samjöfnuð í síðari tíma sögu okkar. Berlega kom í ljós hve viðkvæmur efnahagur smáríkis er þegar illa árar. Þar skipti mestu að gjaldmiðill landsins svo gott sem missti verðgildi sitt með tilheyrandi hækkunum á verðlagi, verðtryggingu og vöxtum. Efnahagslegt fullveldi landsins var […]
Það er jafn mikil þörf á því að halda hátíðlegan alþjóðlegan baráttudag vinnandi fólks á 1. maí nú og þegar fyrsta kröfugangan á Íslandi var gengin þennan dag árið 1923. Kjör, aðbúnaður og réttindi almennings hafa vissulega tekið stakkaskiptum á þeirri öld sem liðin er síðan samtakamáttur fólksins skilaði fyrstu verkalýðsflokkunum í ríkisstjórnir vestan hafs […]
Félagslegt réttlæti hefur verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmálamanna og stjórnmálaheimspekinga allt frá því að stórvirki gríska heimspekingsins Platóns, Ríkið, leit dagsins ljós á tímum forn Grikkjanna. Þá markaði bók bandaríska stjórnspekingsins Johns Rawls, Kenning um réttlæti, ný þáttaskil í stjórnmálaumræðum síðari tíma um réttlæti á meðal þjóða og milli þeirra þegar hún kom út í […]
Upplausnarástand íslenskra stjórnmála áratuginn eftir hrun nær nýjum hæðum í aðdraganda skyndikosninganna í lok október. Nýtt framboð fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins setur hægri vænginn í uppnám og er líklegt til að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninga. Takist Sigmundi Davíð og félögum að fá öflugt fólk til liðs við sig getur flokkur hans orðið skæður keppinautur […]
Nýlegar athugasemdir