Afar áhugavert að sjá niðurstöður í forkosningum Demókrata í New Hampshire í Bandaríkjunum í gær, sem grundvallast á skilaboðum Bernie Sanders til þess sem hann kallar,, elítunnar“ í landinu. Sanders sigraði með yfirburðum, hlaut 60 prósent atkvæða en Hillary Clinton um 39 prósent. Sanders sagði eftir að úrslitin voru kunn að hann stæði fyrir pólitískri byltingu hins almenna Bandaríkjamanns; að ríkisstjórnin tilheyri fólkinu en ekki auðmönnum.

EYJAN.PRESSAN.IS