Færslur fyrir október, 2013

Þriðjudagur 29.10 2013 - 16:49

Ég ætla að tala íslensku

    Ég tala nokkuð góða norsku.  Eiginlega mjög góða.  Enda var ég hér í Osló í háskóla á yngri árum.  Ég er hins vegar staðráðin í að tala mitt móðurmál eins og aðrir fulltrúar á 65. þingi Norðurlandaráðs.  Mér er það alveg ljóst að annars ríkir ekki fullt jafnræði milli mín og annarra fulltrúa […]

Mánudagur 21.10 2013 - 20:38

Handtaka Ómars-minnir á Söguöld

Að Ómar Ragnarsson minn kæri samstarfsmaður til margra ára og föðurlandsvinur yrði handtekinn á Íslandi fyrir að standa fast á skoðun sinni sem umhverfissinni hefði ég aldrei ímyndað mér.  Þetta fer ekki vel í mig.  Ekki endilega sammála mínum góða vini Ómari en við verðum að leysa málin hér á landi í friði og með rökræðu.  […]

Föstudagur 18.10 2013 - 09:09

Aldrei aftur pólitísk réttarhöld!

Vegna þess að ég er meðflutningsmaður á þingsályktunarttillögu um að sett skuli á fót sérstök rannsóknarnefnd til að skoða embættisfærslur og ákvörðunum íslenskra stjórnvalda í svokölluðu Icesave máli, þá vil ég taka skýrt fram að ég vil alls ekki sjá pólitísk réttarhöld í kjölfarið í Landsdómi.  Ég vil sem þingmaður að Landsdómur verði lagður niður […]

Þriðjudagur 15.10 2013 - 18:36

Eins og að breiða yfir Akropolis

Ræða sem ég flutti á Alþingi í dag. Virðulegi forseti. Við Íslendingar fögnum um þessar mundir 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara með meiru.  Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlegan dugnað og eftirfylgni Árna þá ættum við Íslendingar aðeins brot af þeim handritum sem við eigum í dag.  Í síðustu viku var haldin glæsileg alþjóðleg […]

Föstudagur 11.10 2013 - 20:18

Bókaþjóð eða bankaþjóð

Ótrúlegt hvað verðmæti og verðmætamat geta verið afstæð.  Það fékk ég staðfest á handritaráðstefnu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu á vegum Árnastofnunnar í tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar.  Árni bjargaði meirihluta handrita Íslendinga frá glötun með söfnunaráráttu sinni og framsýni.  Hann sá verðmætin í skinnpjötlunum sem fæstir aðrir sáu.  Eins og […]

Miðvikudagur 09.10 2013 - 20:08

Ástandið á Landspítalanum

Grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag 9. október 2013. Elín Hirst skrifar: Ég átti samtal við sérfræðilækni á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Þetta er læknir sem er meðal okkar færustu sérfræðinga og ég hef alltaf tekið fullt mark á orðum hans. Hann sagði mér umbúðalaust hvernig ástandið á Landspítalanum væri. Orð hans voru eitthvað […]

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur