Þriðjudagur 29.10.2013 - 16:49 - FB ummæli ()

Ég ætla að tala íslensku

 

 

Ég tala nokkuð góða norsku.  Eiginlega mjög góða.  Enda var ég hér í Osló í háskóla á yngri árum.  Ég er hins vegar staðráðin í að tala mitt móðurmál eins og aðrir fulltrúar á 65. þingi Norðurlandaráðs.  Mér er það alveg ljóst að annars ríkir ekki fullt jafnræði milli mín og annarra fulltrúa hér sem tala sitt móðurmál.  Sit nú og hlusta á forsætisráðherra Sigmund Davíð flytja hörkuræðu á Stórþinginu/Norðurlandaráði á íslensku og Helgi Hjörvar stjórnar fundi sem einn af forsetum Norðurlandaráðs á íslensku.  Jóhanna María Sigmundsdóttir bar fram fyrirspurn á íslensku hér áðan.  Ánægð með mitt fólk.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur