Föstudagur 11.10.2013 - 20:18 - FB ummæli ()

Bókaþjóð eða bankaþjóð

Ótrúlegt hvað verðmæti og verðmætamat geta verið afstæð.  Það fékk ég staðfest á handritaráðstefnu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu á vegum Árnastofnunnar í tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar.  Árni bjargaði meirihluta handrita Íslendinga frá glötun með söfnunaráráttu sinni og framsýni.  Hann sá verðmætin í skinnpjötlunum sem fæstir aðrir sáu.  Eins og áður segir eru handritin sum hver í mörg í brotum og brotabrotum.  Samt sem áður eru þau líklega mestu þjóðargersemar okkar Íslendinga og þótt víðar væri leitað.  Þau segja m.a. frá því þegar þjóð varð til og þegar þjóðfélag féll í borgarstyrjöld sem leiddi til afsals fullveldis  árið 1262.  Og núlifandi Íslendingar get enn lesið það mál sem landnámsfólkið talaði fyrir tæpum 1000 árum.  Það er einstakt. Eins og Arnaldur Indriðason, rithöfundur,  sagði svo vel í opnunarræðu ráðstefnunnar: ,,Það vantar nokkrar blaðsíður í handritin, eins og þessa þjóð“, og mikið var hlegið í Norræna húsinu.  Annað sem Arnaldur sagði og hitti beint í mark að við Íslendingar værum bókaþjóð sem breyttist í einu í bankaþjóð en sem betur fer værum við aftur orðin gamla góða bókaþjóðin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur