Föstudagur 18.10.2013 - 09:09 - FB ummæli ()

Aldrei aftur pólitísk réttarhöld!

Vegna þess að ég er meðflutningsmaður á þingsályktunarttillögu um að sett skuli á fót sérstök rannsóknarnefnd til að skoða embættisfærslur og ákvörðunum íslenskra stjórnvalda í svokölluðu Icesave máli, þá vil ég taka skýrt fram að ég vil alls ekki sjá pólitísk réttarhöld í kjölfarið í Landsdómi.  Ég vil sem þingmaður að Landsdómur verði lagður niður og ætla að beita mér fyrir því. 
Ákæruvald fyrir Landsdómi er í höndum Alþingis, þ.a.l. eru það alþingismenn sem ákveða hvort ráðherra skuli ákærður fyrir Landsdómi, en ekki sjálfstæðir, óháðir saksóknarar eins og tíðkast í venjulegum sakamálum. Það eykur hættuna á að ákæra sé byggð á ómálefnalegum grunni og snúist upp í pólitísk hrossakaup.
 
Sömuleiðis kýs Alþingi meirihluta dómara við dómstólinn, eða 8 af 15 dómurum í hlutfallskosningu. Þetta veikir óneitanlega sjálfstæði dómstólsins og traust almennings til hans.
Auk þess er regluverkið í kringum dómstólinn er algerlega úr sér gengið og úr takti við þróun nútíma sakamálaréttarfars og mannréttindinda.
Má í þessu sambandi benda á skoðanakönnun MMR frá 25. október 2011 þar sem mælt var traust almennings til ákveðinna stofnana samfélagsins, þar á meðal dómstólanna. Landsdómur kom  langverst út úr könnuninni því einungis 16,4% sögðust bera mikið traust til Landsdóms, en 40,2% sögðust bera lítið traust til hans.
Ráðherraábyrgðin á að sjálfsögðu að vera virk en í gegnum hið almenna réttarkerfi í landinu.
 (Úr ræðu sem ég flutti á Alþingi 17. október 2013.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur