Mánudagur 15.02.2016 - 12:18 - FB ummæli ()

Niðurlægjandi fyrir eldri borgara

,,Þegar eldri borgari fer á hjúkrunarheimili gerir Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans „upptækan“ til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Þetta er líkast eignaupptöku. Þeir, sem hafa meira en rúmar 74 þúsund í tekjur, mega sæta því, að það sem umfram er sé af þeim tekið fyrir dvalarkostnaði þar til náð er markinu tæpar 355 þúsund krónur. Þar stöðvast „eignaupptakan“. Síðan er eldri borgurunum skammtaðir vasapeningar, 53 þúsund krónur að hámarki en þessi greiðsla er tekjutengd.Eldri borgararnir, sem fara á hjúkrunarheimili, eru ekki spurðir að því hvort þeir samþykki að lífeyrir þeirra sé tekinn af þeim í framangreindum tilgangi. Nei, þeim er einfaldlega tilkynnt þetta. Á hinum Norðurlöndunum er annar háttur hafður á. Þar fá eldri borgararnir lífeyrinn í sínar hendur en síðan greiða þeir sjálfir eða aðstandendur kostnaðinn við dvölina á hjúkrunarheimilinu.Það er mat lögfræðinga, að það sé mannréttindabrot að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þennan hátt.
Við ættum að hafa sama hátt á þessu og á hinum Norðurlöndunum. Við þurfum að breyta þessu strax það er niðurlægjandi fyrir eldri borgara að þurfa að sæta því fyrirkomulagi, sem nú er viðhaft.“  Bein tilvitnun í tölvupóstur frá Félagi eldri borgara.  

Þetta þykir mér afar vont að lesa.  Af hverju tekur ríkið sjálfsforræðið af eldra fólki og niðurlægir það með þessum hætti?  Hef einnig beint þeirri spurningu til velferðarráðherra. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur