Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum.
Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf er fyrir á hátt á þriðja hundrað skotvopna. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort verið sé að leggja drög að því að lögreglan gangi með skotvopn á sér.
Mér finnst að einhver fjölmiðill ætti að taka að sér að fá fram svör um það á hvaða forsendum þessi vopnaþörf sé metin. Ef ekki af ást sinni á almennri upplýsingu og þjónustulund við almenna borgara, þá allavega af umhyggju fyrir Stefáni Eiríkssyni. Ég held nefnilega að honum finnist ekkert gaman að fá bréf frá mér.
Komaso blaðamenn; finnið nú út hver fjárinn er eiginlega í gangi.