Færslur fyrir flokkinn ‘Lög og réttur’

Laugardagur 15.03 2014 - 12:06

Alltaf í tölvunni og tók aldrei til

Fréttir af máli mannsins sem er ákærður fyrir að hafa banað barni sínu, með því að hrista það, vekja margháttaðan óhugnað. Dauði barnins og kenningar um dánarorsök vekja óhugnað og enn meiri óhugnað þegar mögulegt er að foreldri hafi verið að verki. Vísbendingar um að ungbarni hafi margsinnis verið misþyrmt vekja óhugnað.  Spurningin um það […]

Sunnudagur 13.10 2013 - 13:25

Fáránleg lög um trúfélög

Í framhaldi af þessum pistli: Ég held því miður að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér um Læknavísindakirkjuna. En fyrst ég er á annað borð að skoða lög um trúfélög má ég til að koma því að að mér finnst margt sérkennilegt í þessum lagabálki. Við getum byrjað á að skoða 1. milligrein 1 greinar. Rétt […]

Miðvikudagur 10.07 2013 - 14:02

Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi

Fjöltengið Jón Hákon Magnússon tjáði sig um mál Edwards Snowden á Bylgjunni í gærmorgun (viðtalið byrjar á 5. mínútu.) Ekki finnst Jóni Hákoni ástæða til þess að Íslendingar skipti sér af mannréttindum manns sem afhjúpaði stórfelldar persónunjósnir. Allt snýst þetta auðvitað um okkar viðskiptahagsmuni. Ekkert er minnst á þá hagsmuni okkar og annarra jarðarbúa að […]

Laugardagur 06.07 2013 - 19:41

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

  Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að […]

Fimmtudagur 04.07 2013 - 17:33

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni. Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á […]

Mánudagur 11.03 2013 - 10:14

Valinkunnur

Eitt þeirra skilyrða sem útlendingur þarf að uppfylla til þess að fá ríkisborgararétt er að vera starfhæfur og vel kynntur og leggi m.a. því til staðfestingar fram álit tveggja valinkunnra íslenskra ríkisborgara. Þetta er náttúrulega ekkert annað en mismunun gagnvart örykjum en slík mismunun stríðir bæði gegn almennum mannréttindasáttmálum og 65. grein núgildandi stjórnarskrár. Starfsfærni […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 14:36

Okkur kemur ekki við hvað Davíð gerir við milljarðana sína

____________________________________________________________________________________   Við megum ekki vita hvað Geir sagði við Davíð. Eða hvað Davíð sagði við Geir. Við vitum að það var eitthvað um 80 milljarða lán en það kemur okkur ekki við. Þetta voru sko peningar Seðlabankans en ekki okkar. Davíð er líka búinn að útskýra fyrir okkur að þetta símtal hafi ekki verið […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 22:27

Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders

  Fyrir Alþingi liggur nú nýtt frumvarp til laga um málefni útlendinga. Með tilliti til þess hvernig þessi málaflokkur hefur verið meðhöndlaður í gegnum tíðina teljum við frumvarpið vera stórt skref í rétta átt. Enn frekari úrbóta er þó þörf eins og reifað er í kröfum No Borders.   Meðferð flóttamanna á Íslandi Þvert á ákvæði […]

Föstudagur 01.03 2013 - 13:59

Jæja Vigdís – byrjum á Dyflinnarreglunni

Vigdís Hauksdóttir heldur áfram að opinbera kjánaskap sinn í útvarpsviðtali um afstöðu hennar til flóttamanna.  Bullið í henni er efni í heila pistlaröð. Byrjum á þeirri vondu réttlætingu fyrir mannvonsku sem í daglegu tali er kölluð Dyflinnarreglan. Ekki skylda heldur heimild Vigdís staðhæfir að samkvæmt Dyflinnarreglugerð Evrópusambandsins beri Íslendingum að vísa flóttamönnum til annara Evrópulanda. Þetta er ósatt. […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 09:44

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV) Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna. Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics