Færslur fyrir flokkinn ‘Fjölmiðlar’

Mánudagur 22.12 2014 - 21:34

„Mamma – hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“

Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti sem væri vel við hæfi að sýna í barnatíma RÚV. Barn á grunnskólaaldri spyr foreldra sína og kennara; „hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“  Fullorðna fólkið upplýsir barnið um að heimurinn væri þá eitt stórt alræðisríki þar sem hugmyndin um manngildi væri ekki til, flestir lifðu við sárafátækt, […]

Föstudagur 04.04 2014 - 10:30

32. Feminismi nærir sorpblaðamennsku

Á hverjum einasta degi flytja íslenskir fjölmiðar feministafréttir sem eiga mismikið erindi við almenning. Enda þótt kynferðisglæpum fækki er ekkert lát á umfjöllun um kynferðisofbeldi. Áratugagamlar nauðgunarsögur eru rifjaðar upp. Fréttir af kynferðisglæpum í fjarlægum heimshlutum enda þótt engar aðrar fréttir séu sagðar frá sömu slóðum. Og ef engin nauðgunarfrétt er í boði bjóða fjölmiðlar […]

Þriðjudagur 01.04 2014 - 11:38

Nei, það er enginn að úthýsa mér

Ég er á ferðalagi með stopulan aðgang að lélegri nettengingu og sá ekki fyrstu útgáfuna af þessari frétt. Sá fréttina reyndar ekkert fyrr en í dag en svo virðist sem pistill minn um ritskoðunarkröfur hafi valdið misskilningi. Það þykir mér leitt og ég vildi að ég hefði vandað mig betur. Ritstjórn Kvennablaðsins hefur ekki á […]

Mánudagur 27.01 2014 - 16:49

Hanna Birna vill vita hvar Mörður fékk minnisblaðið

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði innanríkisráðherra að minnisblað um tiltekna hælisleitendur samræmdist ekki neinum gögnum sem til séu hjá ráðuneytinu. Eðlilegast er að túlka þessi orð Hönnu Birnu á þann veg að blaðið hafi verið samið utan ráðuneytisins. Hafi hún átt við eitthvað annað, svosem það að blaðið hafi einhverntíma verið til en sé það […]

Föstudagur 17.01 2014 - 16:27

Þórey liggur sjálf undir grun

Þetta viðtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur er einhver aumasta tilraun til yfirklórs sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að. Fyrst talar hún um að fjölmiðlar hafi vitnað í „minnisblað úr ráðuneytinu“. Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Þetta er þversögn. Enginn annar en […]

Mánudagur 23.12 2013 - 12:29

Blaðamannaverðlaunin afhent

  Blaðamannaverðlaun Evu Hauksdóttur voru afhent í fyrsta sinn sunnudagskvöldið 22. desember.  Þrír blaðamenn hlutu viðurkenningar að þessu sinni.   Jóhann Páll Jóhannsson hlaut titilinn Efnilegasti blaðamaðurinn, 2013 Jóhann Páll hefur á árinu sýnt einlægan áhuga á því að fylgja fréttum eftir af einurð þrátt fyrir svartregðu ráðamanna og opinberra stofnana, einkum með fréttaflutningi sínum af leka innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum.   […]

Föstudagur 06.12 2013 - 12:48

Löggan skúrar eftir sig

Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang  áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því? Hér eru smá upplýsingar um það hvernig Norðmenn standa […]

Fimmtudagur 05.12 2013 - 17:11

Hvor fréttin er röng?

06:00: Sérsveitarmenn beita gasvopnum. Maðurinn hleypir af skotum út um glugga íbúðarinnar í framhaldinu. Ekkert gengur að hafa samband við manninn. Þegar sérsveitarmenn fara inn í íbúðina öðru sinni skýtur hann á þá og hæfir höfuð eins þeirra. http://www.ruv.is/frett/lest-eftir-skotbardaga-vid-logreglu Klukkan 7:34 er maðurinn kominn upp á slysadeild og búið að aflýsa hættuástandi.   Samkvæmt upplýsingum […]

Miðvikudagur 04.12 2013 - 12:15

Þeir stóðu sig vel

Þeir stóðu sig vel við erfiðar aðstæður. Kastljóssmenn. Maður er látinn. Féll fyrir byssuskoti lögreglu. Fjölskylda mannsins í sárum, nágrannarnir í áfalli. Og löggan líka. Það hlýtur að vera áfall að verða mannsbani jafnvel þegar það er óhjákvæmilegt. Var það óhjákvæmilegt? Því hefur ekki verið svarað og þar sem lögregla neitar að gefa nokkrar upplýsingar […]

Laugardagur 30.11 2013 - 15:33

Svínshausarasismi

Nei elskurnar, það á ekki að refsa fólki fyrir að vera fífl. Í fyrsta lagi eru rökin fyrir ritskoðun og annarri skerðingu tjáningarfrelsis alltaf þau að uppræta þurfi hættuleg viðhorf eða koma í veg fyrir að þau nái fótfestu. Í okkar samfélagi vilja góðir menn þagga niður í þeim sem hatast við samkynhneigð. Í mörgum […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics