Færslur fyrir flokkinn ‘Ýmislegt’

Fimmtudagur 15.02 2018 - 15:43

„Ég átti ekki við þig“

Lestin renndi að og kona sem hafði greinilega gengið hraðar en henni þótti þægilegt kom niður á brautarpallinn í sömu andrá. „Ég er fegin að ég náði lestinni, það er svo langt á milli ferða á kvöldin“ sagði hún um leið og við stigum inn í vagninn. „Annars á maður ekki að kvarta yfir Scotrail, ég […]

Þriðjudagur 19.09 2017 - 11:45

Löngu flutt og blogga nú á norn.is

Ég hef ekki uppfært bloggsvæðið mitt á Eyjunni frá því í desember 2014 enda er ég löngu flutt. Síðustu árin hef aðallega birt skrif mín á Kvennablaðinu (ekki af því að ég hafi farið í neina fýlu út í Eyjuna heldur af því að mér þykir vænna um Kvennablaðið) en notað lénið mitt norn.is sem gagnasafn, vistað […]

Miðvikudagur 11.06 2014 - 20:13

Geldingartangir ennþá notaðar af leikmönnum

Áður birt á Kvennablaðinu Umræðan um ólöglegar geldingar á grísum rifjaði upp fyrir mér gamlar fréttir af geldingum leikmanna á lambhrútum og kálfum.  Ég sendi fyrirspurn til MAST um það hvort vitað væri til þess að geldingar án deyfingar væru enn stundaðar og hvort hinar umdeildu tangir væru enn í notkun. Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur svarað […]

Þriðjudagur 03.06 2014 - 12:31

Þú ert víst miðaldra!

Áður birt á Kvennablaðinu Þegar ég var lítil voru ömmur með svuntur. Þær steiktu kleinur og prjónuðu vettlinga og sungu Guttavísur fyrir barnabörnin.  Í dag eru ömmur hinsvegar skvísur. Allar í ræktinni eða útlöndum, og ekki slæðu bunda yfir rúllurnar í hárinu heldur með grænar strípur og tattútveraðan upphandlegg. Ef þær verða þá á annað borð ömmur […]

Þriðjudagur 20.05 2014 - 10:12

Heimsósómarausið í unga fólkinu

Áður birt á Kvennablaðinu Mér er farið að leiðast heimsósómarausið í unga fólkinu. Þessa dagana hamast netverjar við að deila myndum af hópum fólks sem er að skoða snjallsímana sína, ásamt harmkveinum um það hvað þetta sé nú allt hræðilegt; fólk er bara hætt að eiga samskipti, heimur versnandi fer og allt það. Þetta illa […]

Föstudagur 16.05 2014 - 08:38

Afnemum verkfallsrétt kennara

Ég hef ekki áhyggjur af afkomu flugmanna en til hvers í fjandanum er verkfallsréttur ef yfirvaldið getur svo bara bannað fólki að nýta sér hann? Flugmenn eru þó í skárri aðstöðu en kennarar að því leyti að verkfall flugmanna skaðar atvinnurekandann og ríkið. Verkfall kennara bitnar fyrst og fremst á börnum og foreldrum. Ef eitthvað […]

Fimmtudagur 15.05 2014 - 06:42

Að þagga niður í þingmönnum

Virðing Alþingis er ekki undir því komin hversu gæfulegar samþykktir þess eru, heldur skiptir meginmáli að þingmenn gæti þess að klæðast ekki lopapeysu eða gallabuxum og muni eftir ávarpsorðunum „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ þegar þeir hreyta fúkyrðum í samstarfsfólk sitt. Það er svosem ekki fallegt að segja félögum sínum að halda sér saman þótt […]

Þriðjudagur 13.05 2014 - 09:31

Er til rétt aðferð við slefsöfnun?

Ég er ekki í minnsta vafa um að mikið ógeð þrífist í lyfjaiðnaðinum. Bad Pharma liggur einmitt á borðinu við hliðina á mér í þessum orðum skrifuðum, ég lagði hana frá mér hálflesna síðasta haust en nú er áhugi minn á henni endurvakinn. Lyfjaiðnaðurinn er algert oj, rannsóknir sem henta ekki fyrirtækjunum eru látnar hverfa, reglur eru […]

Miðvikudagur 16.04 2014 - 11:31

Sælir eru gleraugnalausir

Þegar ég var ung (og reyndar líka þegar ég var ekki lengur beinlínis ung) fannst mér gjörsamlega ömurleg tilhugsun að verða miðaldra. Nú er ég búin að vera miðaldra í nokkur ár og það er bara alls ekki eins slæmt og ég hélt. Reyndar töluvert skárra. Ég hafði alltaf getað étið eins og hross í afmæli […]

Laugardagur 05.04 2014 - 10:30

Foreldrabull

Áður birt í Kvennablaðinu Flestir foreldrar halda alls konar hræðsluáróðri að börnum sínum og það á ekkert bara við um forvarnir gegn dópi. Oftast er bullinu ætlað að vernda börnin en stundum þjónar það þeim tilgangi að fá börn til að tileinka sér kurteisisvenjur og hreinlæti. Oft er heldur ekki um vísvitandi ósannindi að ræða […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics