Færslur fyrir flokkinn ‘Mannréttinda- og friðarmál’

Þriðjudagur 20.03 2018 - 17:26

Hvar á að stoppa?

Við fengum þær fréttir í gær að utanríkisráðherra Íslands hefði rætt beint við varnarmálaráðherra Tyrklands sem þá hafi verið búinn að kynna sér mál Hauks. Hann gat ekki staðfest að Tyrkir væru með Hauk í haldi. Viðstaddir munu hafa skilið það svo að hann hafi verið að staðfesta að þeir séu ekki með hann. Við hljótum […]

Föstudagur 22.08 2014 - 09:31

Hraunbæjarmálið á 5 mínútum

Laugardagur 19.04 2014 - 11:41

Valgarði svarað

Valgarður Guðjónsson hefur nú svarað pistlum mínum sem spruttu af umræðu um tjáningarfrelsi í tengslum við mál Snorra í Betel. Takk fyrir svarið Valgarður. Mér þykir fengur að því að einhver skuli hafa fyrir því að svara spurningum mínum en flestir sem hafa tekið þátt í þessari umræðu hingað til hafa skotið sér undan því. […]

Mánudagur 14.04 2014 - 11:56

Og auðvitað getur enginn svarað heiðarlega

Í gær birti ég pistil þar sem ég kallaði eftir umræðu um það hvar þeir sem telja réttmætt að hefta tjáningarfrelsi kennara sem aðhyllast bókstafstrú vilja draga mörkin. Ég sé ekki að það skili neinu að ræða dæmi sem þeir sem aðhyllast pólitískan rétttrúnað eru almennt sammála um, svo sem að kennari megi ekki vera […]

Sunnudagur 13.04 2014 - 09:06

Já en hvað með börnin?

Kennari sem segir (ekki í skólanum heldur annarsstaðar) að samkynhneigðir fari til Helvítis, getur sært nemendur sína og er því vanhæfur.  Þessvegna er í lagi að brjóta gegn stjórnarskrárvörðu málfrelsi kennara sem hafa ranga skoðun á samkynhneigð. Gott og vel. Gefum okkur að það sé rétt. En ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm […]

Föstudagur 11.04 2014 - 08:24

Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín

Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að […]

Laugardagur 30.11 2013 - 15:33

Svínshausarasismi

Nei elskurnar, það á ekki að refsa fólki fyrir að vera fífl. Í fyrsta lagi eru rökin fyrir ritskoðun og annarri skerðingu tjáningarfrelsis alltaf þau að uppræta þurfi hættuleg viðhorf eða koma í veg fyrir að þau nái fótfestu. Í okkar samfélagi vilja góðir menn þagga niður í þeim sem hatast við samkynhneigð. Í mörgum […]

Miðvikudagur 27.11 2013 - 17:33

Vítisengill með áfallastreituröskun

  Einar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Við lestur […]

Miðvikudagur 10.07 2013 - 14:02

Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi

Fjöltengið Jón Hákon Magnússon tjáði sig um mál Edwards Snowden á Bylgjunni í gærmorgun (viðtalið byrjar á 5. mínútu.) Ekki finnst Jóni Hákoni ástæða til þess að Íslendingar skipti sér af mannréttindum manns sem afhjúpaði stórfelldar persónunjósnir. Allt snýst þetta auðvitað um okkar viðskiptahagsmuni. Ekkert er minnst á þá hagsmuni okkar og annarra jarðarbúa að […]

Föstudagur 14.06 2013 - 15:15

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“. Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics